søndag 28. desember 2008

Jæja þá er það vinna á morgun

Fattaði að ég hafði gleymt að þakka ykkur fyrir jólagjafirnar sem við fengum (roðna niður í rass... af skömm) En takk fyrir okkur, hér flóði allt í nammi, DVD myndum, nokkrar bækur slæddust með (mér til mikillar gleði) og þessi fallegi jóladúkur sem hún systir mín hafði saumað fyrir okkur. Hún er bara snillingur þessi elska:-)
Þetta er hann Aron Snær í sínu fínasta pússi, ég er sko að nota tölvuna hans Ingólfs og ég kann greinilega ekki nógu vel á hana því ég hélt að ég væri búin að snúa myndinni rétt, en það gekk víst ekki hjá mér.

Og svo er það Ingólfurinn minn, þessi mynd er tekin nokkrum mín. fyrir jól og hann er að sjálfsögðu í tölvunni á milli þess sem hann sagði pabba sínum að drífa sig að elda því hann væri orðinn svo svangur:-)


Á þessu heimilinu eru það alltaf börnin sem skreyta jólatréð, Ingólfurinn minn vildi meina að hann væri ekki barn lengur, svo þess vegna þurfti Aron að sjá um að skreyta tréð aleinn. En hann gerði það mjög vel drengurinn, eins og hans er von og vísa.
En við höfum haft það alveg rosalega gott, borðað aðeins of mikið en við máttum alveg við því.-) Lesið og borðað aðeins meira, horft á margar myndir og borðað aðeins. En á morgun tekur alvara lífsins við, frúin þarf að fara að vinna, en ég þarf nú bara að vinna í tvo daga og svo fæ ég 5 daga frí þannig að þetta reddast:-))
Svo ætlar fröken Cassandra, með fylgdarliði, að vera hjá okkur á gamlárskvöld, ég hlakka mikið til. En litla fjölskyldan var í Grimtad yfir jólin í góðu yfirlæti, nema hvað hún dóttir mín var ekki ánægð með að fá ekki jólamatinn sinn, við höfum ALLTAF svínahamborgarhrygg, en fjölskyldan hans Christoffers hefur alltaf ribbe (purusteik) En hún fær hamborgarhrygginn sinn á næstu jólum, sem betur fer:-)
Jæja nú hef ég bara ekki frá neinu meira að segja svo að ég sendi ykkur bara fullt af kossum og knúsi og enn og aftur takk fyrir okkur.-)



4 kommentarer:

Anonym sa...

hey flottur jóladúkur. Gullan var svo yndisleg að gera jólalöber fyrir mig. Geðveikt flottur sammála þvi hún er bara snillingur þessi elska

Anonym sa...

gleðileg jól krúttípúttí, vonandi eruð þið búin að hafa það gott:-)

Kveðja Inga og co.

Anonym sa...

Hæ, vildi bara óska ykkur gleðilegs árs. Vonandi höfðuð þið það gott um áramótin:-) Koss og knús.

Kv Inga.

Anonym sa...

kvitt kvitt dúllurnar mínar:)
kveðja Alda frænka í Dk.