lørdag 24. januar 2009

Snjór og meiri snjór

Já thad snjóar sko í Vennesla ,en thad er kannski ekki vid ödru ad búast svona um hávetur:-) Ætladi ad setja inn myndir fyrir ykkur, en ég er bara ekki ad fatta hvernig ég á ad setja thær inn, ég er búin ad vera ad reyna í allan morgun en ég bara gafst upp á endanum. Svakalega voru mörg ég í thessari setningu. En hvad um thad.

Thegar ég var búin ad vinna í gær ákvad ég ad moka upp bílinn, thad tók mig bara einn tíma og í dag er ég ad drepast úr hardsperrum, já Jóhanna mín ég fer sko ekki í ræktina heldur geng bara um med skóflu og moka snjó.-))

Af fröken Cassöndru er allt gott ad frétta, hún var í 3ja mánada sprautunni á mánudaginn og var skellt á vigtina í leidinni og hún er ordin 6.3 kíló og 57.5 cm, thannig ad hún er bara lítil og feit thessi elska:-) Hmmmm, hvadan ætli hún hafi thad? Ekki frá ömmu sinni, sem er høy og slank:-D En hún er vodalega vær og gód og virdist bara hafa thad ágætt. Vid ætludum ad bjóda theim í mat á morgun, en thad er bara ekki bílfært hérna uppi hjá okkur thannig ad vid verdum bara ad fresta matarbodinu um nokkra daga. Ég var farin ad hlakka svo til thví Ásgeir ætladi ad hafa Hana í víni, aumingjans ég.

Strákarnir hafa thad bara fínt, unglingurinn er ad sjálfsögdu í tölvunni (Aron vill meinda ad Ingólfur eigi sér ekkert líf sökum mikillar tölvunotkunar, en hvad vitum vid svo sem) Aron Snær er hjá honum Erlend, hann gisti thar sko í nótt. Hann er hæstánægdur med allan snjóinn, hefur eiginlega ekki tíma til ad koma inn og gera heimavinnuna sína og thegar hann kemur loksins inn er hann rennandi blautur og kaldur, en vodalega ánægdur.

Ásgeir er ad vinna, hann vard ad taka strætó í morgun thví thad er ekki mokad hér uppi på Snømyr um helgar, enda er frekar thungfært hérna í Vennesla akkurat núna og færdin á bara eftir ad fara versnandi. En frúin er í helgarfríi og ætti eignlega ad vera ad taka til eda eitthvad, en ég geri thad bara seinna, enda er vodalega notalegt ad kúra bara upp í sófa í svona vedri:-)

Jæja ég sendi ykkur bara kossa og knús hédan frá Norge.

2 kommentarer:

Anonym sa...

ræktin já, ég fór á þriðjudeginum og keypti mér kort í alvöru líkamsrækt og ákvað að vera extra dugleg og mætti þriðjudag, miðvikudaag,fimmtudag og föstudag og við skulum bara segja að helgin hafi verið mjög sársaukafull..... held ég mæti bara 3x í þessari viku
kossr og knús norðan heiða

Anonym sa...

Stendur þú ennþá í snjómokstri?? :-)

kv,
Gulla