lørdag 19. januar 2008

Bíltúr:-)



Ég, Ásgeir og Aron Snær fórum í smá bíltúr áðan, enduðum á Høye lagersalg. Höfum aldrei farið þar inn áður, þetta er búð sem selur ýmislegt eins og td. sængurföt, lök, húsbúnað og föt. Ég keypti mér kjól á 50 kall og Aron vildi endilega fá drykkjarflösku með mynd af honum Jack Sparrow (vona að ég hafi skrifað nafnið hans rétt) Svo fórum við í Rema 1000 og keyptum í matinn, það verður sko heimatilbúin Peppes pizza hjá okkur:-)


Svo er ég búin að leigja hús fyrir þá sem koma í fermingu hans Ingólfs (það er sko Lúlú sem borgar:-)), datt niður á flott hús í bara 5 mín. göngufjarlægð frá okkur, ekkert smá ánægð með það. Vissi bara ekki að það væri hægt að leigja hús í Vennesla, en það er sko alltaf hægt að finna allt á netinu, Guði sé lof fyrir finn.no:-)


Ingólfurinn minn gisti hjá honum Stian í nótt, en af einhverjum ástæðum hef ég grun um að þeir hafi nú ekki sofið mikið, heldur verið í tölvunni alla nóttina. Hann er sko ekki kominn heim ennþá drengurinn, en ég veit að síðast þegar hann gisti hjá Stian voru þeir að spila alla nóttina. Þannig að ég á von á þreyttum Ingólfi heim á eftir:-) En það er svo sem allt í lagi, þeir eru ekki að gera neitt af sér á meðan.
Talaði við frumburðinn í dag, hana Alexöndru Þöll, hún og kærastinn eru að fara í partý kvöld hjá Thea (sem er vinkona hennar Alexöndru), hún er sem sagt ein heima, foreldrarnir farnir eitthvað suður á bóginn og þá er auðvitað kjörið að bjóða í partý. Annars er bara allt gott að frétta af þeim skötuhjúunum, Christoffer var rosaleg ánægður með bókina sem hann fékk frá Lúlú og co. ferlega fallegar myndir í henni.
Læt 2 myndir fylga með í dag, þetta er sem sagt það sem við borðuðum á gamlárskvöld, var víst búin að lofa honum Ásgeiri mínum að setja þetta inn hér. Ætti eiginlega að segja að það hafi verið ég sem hafi galdrað þessar kræsingar fram, en þá væri ég jú að ljúga og það er ekki fallegt, auðvitað var það Ásgeir sem sá um matinn og svo voru það hann og Aron sem bjuggu til brauðtertuna í sameiningu (Aron sá um að skreyta). Ég kem aldrei nálægt matseldinni þegar Ásgeir er heima, en ég á það þó til, ekki alltaf, að sjá um uppvaskið:-)
Koss og knús frá okkur hér í Vennesla.

Ingen kommentarer: