lørdag 5. januar 2008

Snjór og mikið af honum:-)

Hér er bara allt komið á kaf í snjó og ennþá snjóar. Ásgeir fór í vinnu í morgun og þurfti að leyta að bílnum, þegar hann var fundinn þurfti hann að grafa kaggann út. Þá var klukkan orðin svo mikið að hann þurfti að keyra í bæinn, ætlaði sko að taka strætó. En færðin var ekki upp á marga fiska svo hann gat ekki keyrt nema í 40. Þar sem ekki er útlit fyrir að það hætti að snjóa alveg á næstunni ætlar Ásgeir að koma sér heim eins fljótt og hann getur.



Annars ætlum við Aron Snær að fara út á eftir og leika okkur í snjónum:-) Svo bý ég til heitt kakó fyrir okkur, ferlega skemmtilegt.

Ég er að reyna að setja inn myndir, en ég hef grun um að ég hafi gert eitthvað vitlaust, sem ég skil ekki því ég er sko enginn smá tölvusnillingur:-) En ég held áfram að reyna.

Koss og knús frá Maju sem er að drukkna í snjó:-)

Ingen kommentarer: