tirsdag 8. januar 2008

Hann Aron Snær:-)

Fyrir jól, þegar ég var á fullu að búa til jóladagtal fyrir hana tengdamömmu mína, þá kallaði Ásgeir mig fyrir rassasleiki! Aron heyrði þetta auðvitað og honum fannst þetta alveg ferlega findið. Svo var drengurinn að horfa á jólastundina okkar í tölvunni áðan, það voru auðvitað jólasveinar þar. Þá segir hann allt í einu, hei mamma hér er einn rassasleikir. Ég alveg ha er jólasveinn sem heitir rassasleikir? Þá segir sá stutti, nei ég var bara að grilla í þér hann heitir sko Þurrasleikir:-) En svo kom það upp úr kafinu að auðvitað var þetta hann Þvörusleikir! Það er nefnilega ansi oft sem hann misskilur íslenskuna og auðvitað fattar hann ekki vitleysuna í sér sjálfur.

Svo var hann í dag í fyrsta kynfræðslutímanum í skólanum. Hann kom heim og sagðist hafa verið að horfa á alveg ógeðslega mynd. Nú hvaða mynd var það, spyr ég. Jú bara svona mynd með nöktu fólki, ferlega ógeðslegt að hans mati. Svo erum við að tala saman áðan, þá fer hann að gefa mér ráð við túrverkjum:-) Ég hélt að ég yrði ekki eldri. Þá hafði hann lært það í dag í skólanum að besta ráðið við túrverkjum væri að fara út og skokka. Þessi drengur er stundum ekki alveg í lagi.

1 kommentar:

Anonym sa...

Gott að drengurinn er með ráð við túrverkjum á hreinu :-)

Kveðja,
Gulla