torsdag 17. januar 2008

Útsala

Ég var að vinna í dag og við fórum með börnin niður í sentrum og fórum á kaffihús:-) Ferlega gaman að gera eitthvað svona, veit samt ekki alveg hvort að börnunum finnist gaman að fara á kaffihús. En til að gera langa sögu stutta, fórum við í Cubus, það er sko útsala þar, og ég komst í feitt. Ég keypti mér 1 kjól, 1 ullarpeysu og 1 venjulega bómullarpeysu. Fyrir herlegheitin borgaði ég bara 77 nkr. Þegar ég kom heim reiknaði ég saman hvað ég hefði þurft að borga fyrir fötin ef það hefði ekki verið útsala, reiknisdæmið hljóðaði upp á hvorki meira né minna en 627, þannig að ég græddi 550 nkr. eða eins og Ásgeir vildi meina þá tapaði ég 77 nkr:-)



Tek það samt fram að við vorum 4 að vinna og það voru bara 6 börn, við notuðum pásuna okkar til að fara í búðir og öll börnin voru sofandi. En MM kom heim ferlega ánægð með kaupin sem hún gerði:-)



Svo vorum við hjónin á fundi útaf honum Aroni Snæ á mánudaginn, drengurinn þarf að fara til læknis og taka blóðprufu (úr Aroni sko en ekki lækninum) og athuga hvort það er eitthvað meira að honum. Aron fær svo oft hausverk og svo ælir hann. En hann fer til læknis 25 janúar og svo förum við á annan fund hjá Abup þann 6 feb. og þá fáum við að vita hvort hann þolir ekki Ritalínið, en þau á Abup vilja að hann fari að byrja á forðahylkjum bráðum. Þá tekur hann eitt hylki á dag í staðinn fyrir 3 Ritalín töflur á dag. Verður spennandi að sjá hvort hylkin virki betur á hann. Annars er drengurinn að gera alla á heimilinu, sjálfan sig meðtalinn, geðveika á hljóðum, hann er endalaust að sjúga upp í nefið og sjúgandi loft á milli framtannanna. Þau á Abup vona að þetta sé bara Tourettið upp á sitt mesta núna (þetta gengur svona upp og niður) en hann er sjálfur farinn að taka eftir þessu og þetta pirrar hann alveg jafn mikið og þetta pirrar okkur hin. Kannski þarf hann að fá einhver önnur lyf sem taka Tourett "toppana" En vonandi kemur þetta allt í ljós á næsta fundi. En ég spurði hvort ADHD eða Tourett "vaxi" einn daginn af honum, en svo er því miður ekki, þetta er bara eitthvað sem þessi elska á eftir að kljást við allt sitt líf:-(



Kos og knús frá Maju og liðinu hennar.

Ingen kommentarer: