Hér voru þau kvödd með þrettánda"brennu" sem litli brennuvargurinn minn stóð fyrir:-) Hann var nú svo sem ekki að kveikja í neinu, bara á einum fakkel (ef einhver veit hvað þetta fyrirbæri heitir á ástkæra ylhýra endilega látið mig vita) og nokkrum kertum, en myndin af þessu er flott.
Læt fylgja með mynd af mér og honum Ingólfi mínum og auðvitað af kraftatröllinu honum Aroni Snæ:-)
Mikið er maður fljótur að gleyma, ég var alveg búin að gleyma því hvað það er ferlega hundleiðinlegt að taka niður jólaskrautið, enda er ég ekki byrjuð, er bara að horfa á það, ég er bara búin að taka öll jólaljós úr sambandi og eyðileggja aðventuljósið mitt. Henti því í gólfið, óvart.
Svo vorum við hjónin að moka bílinn út áðan, ekki var það auðvelt því snjórinn er svo ferlega blautur og þungur, en það hafðist. Ég gleymdi að taka Stellu (myndavélina) með til að taka myndir. Eitthvað voru bróðir minn og mágur (takið eftir að ég skrifa ekki uppáhalds mágur minn) að gera lítið úr hæð minni, en margur er knár þó hann sé smár:-) En það er alveg spurning um að fara að senda Ingólf að heiman, hann er meira að segja orðinn hærri en pabbi sinn.
Koss og knús frá Maju og liðinu hennar:-)
1 kommentar:
Þetta með að taka niður jólaskrautið; mér finnst eiginlega fínt að taka það niður svo heimilið komist í samt lag aftur. Hins vegar finnst mér alltaf hálfdapurlegt þegar jólaljósin eru tekin úr sambandi. Maður ætti að gera eins og þeir í Vestmanneyjum, ég held að þeir ætli að hafa jólaljósin uppi þar til 23. janúar.
kv,
Gulla
Legg inn en kommentar