lørdag 19. april 2008

Bæjarferð

Þegar það er komið vatn í gosbunninn er komið vor í Kristiansand:-) Þessi gosbrunnur er alveg roslaga flottur, á veturnar hann fullur af logandi kertum og á sumrin er hann fullur af vatni.
Mig langaði bara til að sýna ykkur myndir af lífinu í bænum, það var sko fullt af fólki í dag, enda var veðrið alveg yndislegt, sól og blíða. Þetta var fyrsti dagurinn árið 2008 sem hægt var að vera úti án þess að vera í jakka, ég vona að þetta verði ekki sá síðasti:-)
Ég vona að þessum sé sama þó svo að mynd af þeim hafi endað á blogginu mínu.
Hér er svo ein mynd af henni Alexöndru minni, þetta varð sko fjölskylduleiðangur hjá okkur í dag, nema hann Ásgeir minn var ekki með, hann varð að vinna til kl 4. En við settum okkur úti hjá Glipp og fengum okkur kaffi og íste á meðan við biðum eftir honum.
Við keyptum jakkaföt fyrir Ingólfinn minn í dag, það var sko ástæðan fyrir því að við fórum í bæinn. Hann valdi sér svört föt, eiginlega vildi hann hafa svarta skyrtu og svart bindi líka, en sem betur fer fengum við hann ofan af því. Þannig að hann verður í grárri skyrtu og með bleikt bindi og bleikan vasaklút í vasanum:-) Þetta eru bara alveg ferlga flott föt sem við keyptum, en ég fékk hins vegar væga heilablæðingu þegar ég borgaði fyrir herlegheitin, 1900 nkr. en sem betur fer er Ásgeir meðlimur í Dressman klúbbnum svo að ég þurfti bara að borga 1550. En á meðan drengurinn er ánægður þá er ég ánægð. Ég keypti mér eitt pils og einn bol í dag, en ég er ekki búin að finna föt á mig fyrir ferminguna, verð að fara að gera það. Svo keypti ég skó á hann Aron minn og tuniku á hana Alexöndru, en hann Ásgeir minn fékk ekkert:-) En þetta var bara alveg yndislegur dagur hjá okkur í dag, en ég hefði kannski átt að smyrja okkur með sólarvörn áður en við fórum út þar sem það var sko steikjandi sól, man það bara næst.-)

Koss og knús frá okkur öllum hér í sólinni:-)


2 kommentarer:

Anonym sa...

Ég á líka mynd af þessum gosbrunni vúhú.... ohh hvað mig langar i heimsókn aftur til ykkar ;)

Anonym sa...

vá flott föt á drenginn:-) Það er nú ekkert smá flottur gosbrunnur. Það er búið að vera rjómablíða hér en það er eitthvað að kólna aftur held ég.

Kossar og knús
Inga