




Drengurinn var óskaplega ánægður með allt og hann sendir ykkur kærar þakkir fyrir að hafa hugsað til hans á þessum merkisdegi, við foreldrarnir þökkum ykkur líka.
Í morgun var farið á fætur kl. 6 því Lúlú og Jón og strákarnir þurfu að mæta svo ferlega snemma á flugvellinum. Svo þurfti Ásgeir að keyra Ásu og Finn inn í Kristiansand svo að þau gætu tekið bátinn yfir til Danmerkur. Svo fylltist húsið hjá mér áðan af vinum hans Arons, þeir voru 4 hér inni í stofu hjá mér að spila borðtennis:-) Og allt var sko tekið upp á vídeó, ég held að þeir hafi verið með einhverja keppni og svoleiðs þarf auðvitað að festa á filmu. En svo eru þeir núna hér fyrir utan að leika sér með glerkúlur. Og hvað haldið þið að hann Ingólfur sé að gera? Jú hann er að spila í tölvunni sinni:-)
Koss og knús frá Maju, Ásgeir, Ingólfi og Aroni Snæ:-)
2 kommentarer:
HÆ HÆ HÆ.
Elsku Ingólfur til hamingju með ferminguna, kossar og knús til ykkar allra:o)
Bestu kveðjur Inga og fjölsk.
Elsku frændi, við óskum þér innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.
Kærar kveðjur,
Gulla og co
Legg inn en kommentar