søndag 2. november 2008

Hann Aron

Á föstudaginn var haldið upp á hrekkjavökuna hérna í Norge og hann Aron Snær ákvað að vera hann H í CSI, hann var með byssuna klára og að sjálfsögðu voru sólgleraugun sett upp:-)
"I before e, except after c". Þið verðið að fara inn á youtube og skoða myndbandið með honum Jim Carey þar sem hann gerir grín af honum H, það er bara fyndið:-) En drengurinn kom heim með fullt af nammi og var alsæll með það. Svo var stóri bíódagurinn í Norge í gær (þá er helmingsafsláttur af bíómiðunum) og Aron skellti sér í bíó. Núna er hann að keyra bílinn sinn úti á svölum, þegar Unnþó var hérna bjuggu þeir frændur til bílamyndband og settu inn á youtube undir heitinu Arons video 1. Þið ættuð að skoða það.
Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, yndislegt veður, ískalt og sól:-) Cassandra ætlar að koma í heimsókn til okkar seinna í dag, við vonum bara að hún geti haldið sér vakandi í smá tíma svo að við getur haldið á henni og knúsast aðeins með hana. Mamma hennar kemur sko líka og henni er boðið í mat:-)
Jæja ég man ekki eftir neinu merkilegu til að segja ykkur, þannig að ég sendi ykkur bara kossa og knús

2 kommentarer:

Anonym sa...

ógisslega flottur drengurinn þinn.... ég ætla að leita að þessu á youtube
Kossar og knús frá Akureyrinni

Anonym sa...

Haha.. ég er búin að skoða myndabandið, bara snilld hjá drengnum:-)

Frábært að allt gengur vel með Cassöndru.

Bestu kveðjur Inga.

P.S. það eru komnar einhverjar nýjar myndir hjá krökkunum, Birgitta í skautakjól og svona;-)