tirsdag 18. november 2008

Nokkrar myndir af fröken Cassöndru:-)

Fyrst mynd af flotta kjólnum mínum sem hún elsku tengdamamma mín prjónaði á mig:-) Hún er algjör snillingur þessi kona.
Svo er það hann herra Aron Snær, drengurinn er sko töffari dauðans.

Svo er loksins komið að aðalgellunni, henni Cassöndru. Ég og afinn vorum að passa hana í gær á meðan Alexandra fór til læknis. Pössunin gekk eins og í sögu, enda er hún algjör engill þessi elska. En hún ætlaði eitthvað að fara að æsa sig, en þá gekk afi bara um gólf með hana og þá sofnaði hún.


Hér eru þær mæðgur og Aron. Ingólfurinn minn vildi nú vita hvenær við gætum haft hana yfir heila helgi, en ég hugsa að það verði langt þangað til, enda er hún á brjósti og þau liggja víst ekki á lausu:-)Hæ amma, segir hún og er bara ánægð með lífið. En hún er algjör draumur, farin að brosa og "tala" aðeins og alltaf jafn róleg, hef grun um að það hafi hún frá ömmu sinni:-)
Halló allir, en hún var í skoðun í morgun og er orðin 4910 gr og 52.5 cm. Þannig að barnið fær greinilega nóg að borða og komin með bollukinnar, enda er alveg yndislegt að kyssa hana og knúsa:-) og við gerum sko mikið af því.
En af okkur er bara allt gott að frétta, hér er enginn snjór kominn, en það var alveg ferlega kalt í dag svo að við vorum ekki lengi úti í leikskólanum, en við bætum úr því á morgun. Jebb, frúin er komin í 100% vinnu, þannig að það verða engir sælumiðvikudagar hjá mér á næstunni. En ég er voðalega ánægð með að vera að vinna på skauen 3 daga í viku og hina 2 á bie 2. Ingólfur er byrjaður í prófum, hann var í norsku skriflegri í dag (en hann skrifar svo illa drengurinn að hann fær að taka skriflegu prófin á tölvu) en honum gekk að eigin sögn bara mjög vel:-)
Jæja ég nenni ekki að skrifa meira í bili, þannig að ég sendi bara fullt af kossum og kn´sum til ykkar allra.

3 kommentarer:

Anonym sa...

ohhh krúttið litla.. ofasalega er hún falleg daman.
Hvernig væri nú Maja mín að skella sér í kjólinn frá elsku tengdamömmu og smella af mynd svona fyrir okkkur sem búum á kalda klakanum . svo þarf ég líka að vita hvort hægt sé að kaupa svipaðann á Isafirði einvhvers staðar. Mig hefur lengi lengi langað í prjónakjól
Geri ráð fyrir að fá svar fljótlega haha
Kossar og knús frá akureyringunum

Anonym sa...

ússímússí mús.. prinsessan er ÆÐI,:-)
Þú verður að athuga hjá tengdamömmu þinni hvar hún fann uppskrift af kjólnum ég væri til í að prjóna mér einn:-) Hann er ógó flottur.

Kossar og knús frá okkur öllum, Inga

Anonym sa...

Hæ.
Ég er bara að ath. með fréttir:-)
Koss og knús frá mér, kv Inga.