mandag 16. mars 2009

Fallegur sunnudagur og fallegt fólk:-))

Ég og Aron keyrðum til Grimstad í gær til að heimsækja Alexöndru og Cassandra, hér er litla snúllan að fá sér að borða.
Veðrið var frábært þannig að við fórum í göngutúr og Aron fékk að sjálfsögðu að keyra vagninn, sæt mynd af þeim saman:-)

Tek það fram að það var ekki alveg svona heitt, en drengurinn er jú frá Íslandi og þar er það þannig að ef að sólin lætur sjá sig þá förum við úr úlpunni:-)


Þetta er bara fallegt barn, þetta komment var bara fyrir þig Villi "minn" En ég og Aron mældum kílómetrana á milli Vennesla og Grimstad, hvor leið er 60 km þannig að frúin keyrir 120 km bara til að sjá þessa fallegu prinsessu:-)
En annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, ég var á foreldrafundi hjá honum Aroni í síðustu viku og það er bara allt á uppleið hjá drengnum. Ásgeir fer á foreldrafund hjá Ingólfi á morgun, vonandi er allt á sömu leið hjá honum og svo eru þeir feðgar að fara á fund þann 1 apríl til að undirbúa þá báða undir það þegar Ingólfurinn minn má fara að keyra. Kannski er það bara aprílgabb, hver veit?
En kossar og knús frá okkur hér í Norge:-)








6 kommentarer:

Anonym sa...

Gaman að sjá svona ömmu mynd;-)

bestu kv Inga.

Villi sa...

Æ, þær eru svo sætar saman, amman og ömmubarnið... Maður tárast bara næstum því...

Anonym sa...

já Villi minn þetta var nú örugglega bara gert fyrir þig, svo þú gætir aðeins losað um tárapokana;-)

kv Inga

vennesla sa...

Sko thessi mynd kom bara alveg óvart inn, en gott ad vita ad thú táradist yfir henni Villi minn:-))

Anonym sa...

flottar myndir séstaklega af ömmunni með prinsessuna sína, en ég tárast ekkert samt eins og hann Villi bróðir hahhaaaaa

Anonym sa...

Slæmt ef tárakirtlarnir stíflast, því er um að gera að setja nógu margar ömmu-myndir inn :-)

kv,
ömmusystir