lørdag 21. mars 2009

Vorid er komid:-)

Já hér er sko komid vor, vedrid er búid ad vera frábært alla vikuna og núna skýn sólin og fuglarnir syngja:-) Alveg yndislegur tími framundan hjá okkur. Páskarnir á næsta leiti og thad eru víst einhverjir farnir ad hlakka til ad fá páskapakkan frá bestu ömmu í heimi:-)

Ingólfurinn minn slasadi sig í skólanum á thridjudaginn, hann var ad spila fótbolta og fékk hausinn á einhverjum strák rétt í framtennurnar, thannig ad önnur framtönnin uppi losnadi. Hann fékk ekki tíma hjá tannsa fyrr en í gær og thá voru allar framtennurnar uppi límdar saman og hann fékk ströng fyrirmæli um ad bara nærast á ljótandi yfir helgina og svo fer hann aftur á mánudaginn og thá kemur í ljós hvad á ad gera. En hann verdur ad vera med tennurnar límdar saman í tvær vikur. En ég vona ad thetta fari vel.

Aron Snær var vakandi í alla nótt, hann var í Fríkirkjunni på våken natt, en núna sefur hann hérna vid hlidina á mér. Ég vaknadi ekki thegar hann kom heim, thannig ad ég veit ekki hvort thad var gaman, en ég reikna med thví, hann hringdi nefnilega í mig kl hálf sex í nótt til ad tékka á thví hvort ég væri sofandi:-) og thá var hann rosa hress.

Ásgeir er farinn í vinnu, thannig ad thad er frekar rólegt hjá mér núna. Eiginlega ætladi ég ad fara a taka til, en thá ákvad ég ad fara heldur út á pall og tékka á vedrinu, en thad var of kalt til ad sitja thar, thannig ad thá ákvad ég bara ad blogga í stadin:-) En ég hef einhvern grun um ad ég verdi ad taka til, á ekki von á thví ad draslid hverfi af sjálfu sér, thó svo ad thad væri óskandi.

Ég verd í fríi á fimmtudaginn og Aron líka og thá erum vid ad hugsa um ad skella okkur til Grimstad, ég ætladi eiginlega ad fara í dag en ég bara nenni ekki ad keyra thangad. Sé til hvort ég nenni ad fara á morgun.

En ég sendi ykkur bara kossa og knús hédan úr vorinu:-))

4 kommentarer:

Anonym sa...

Það er undarlegt með þetta drasl, alveg sama hvað maður óskar heitt að það hverfi - en ónei, það gerist aldrei að sjálfu sér :-)

kv,
Gulla

Anonym sa...

ég er alltaf af og til að skoða bloggið þitt maja mín og myndirnar af ykkur öllum það er alveg satt að hún cassandra er voða flott og falleg:)

Anonym sa...

þetta skrifaði heiðrún

Anonym sa...

Hæ hæ.

Er takmarkið að láta heilan mánuð líða á milli bloggfærslna??? :-)

kv,
Gulla