tirsdag 22. juni 2010

sumarfrí:)))

gróðurhúsið okkar fullt af allskonar grænmeti, sem við getum vonandi borðað seinna í haust:)
Ingólfurinn minn var að taka til í herberginu sínu og þetta voru allar kókflöskurnar sem voru þar (þakka bara fyrir að þetta voru ekki bjórflöskur:))

Aron að vaða á Hamresanden með fuglunum, en sjórinn var ískaldur en hann lét það nú ekki á sig fá


hér er bara látið vaða, honum fannst viðeigandi að vera í Lúlú júnætet bolnum sínum:)
En ég er sem sagt komin í sumarfrí og ég byrja ekki að vinna aftur fyrr en 2 ágúst, Ingólfurinn minn er líka byrjaður í sínu sumarfríi og Aroninn minn byrjar á morgun. En það er eitthvað óvíst með fríið hjá honum Ásgeiri mínum, en ég á nú von á því að hann taki sér einhverja daga til að vera saman með okkur og henni Cassöndru:) Við ætlum að sækja hana á þriðjudaginn og vera með hana í nokkra daga á meðan mamma hennar er að vinna/skemmta sér á Hove festivalen. En þar sem ég er svoooo mikil húsmóðir:) þá ákvað ég að gera rabbarbarasultu, en ég segi bara takk og pris fyrir hana Helgu Sig þannig að ég á von á því að á morgun verði hægt að fá sér ristaðbrauð með osti og heimatilbúnni rabbarbarasultu:)))
Koss og knús frá frúnni sem á eftir að hafa það náðugt næstu 40 dagana:)))))))Ingen kommentarer: