
Ég fór á föstudaginn í óvissuferð með vinnunni minni og var ferðinni heiti til Lindesnes fyr, sem er syðsti punkturinn í Norge, alveg frábær staður. Það var ekkert smá mikill vindur, eiginlega lítill stormur.

Skýin voru á fullri ferð

maturinn var algjört æði, sjávarréttarhlaðborð

umm ekkert smá gott

og fallega lagt á borðið af mínum frábæru vinnufélögum sem sáu um ferðina

þetta er gamli vitinn sem var kynntur með kolum

ég er búin að búa hérna í Norge í 8 ár og þetta er fyrsti staðurinn sem ég kem á þar sem það eru engin, segi það og skrifa ENGIN tré, merkilegt alveg

hér eru nokkrar að leita að bláskel til að veiða krabba með, minn hópur bjó til brauðdeig úr sjó og þanghveiti og rúgmjöli og einhverju fleira og þetta var ekkert smá gott brauð

rosalega fallegt þarna. Við skemmtum okkur ekkert smá vel, sumir sváfu úti, sumir í vitanum og svo aðrir í vitavarðarhúsinu þar sem að einhver draugur býr víst líka, en ég varð ekkert vör við hann, sem betur fer:) Svo voru einhverjir sem fóru í sjósund um miðja nótt og ég get lofað ykkur því að það var kalt:) Svo borðuðum við morgunmat úti og það var ískalt, en brauðið var gott og svo fengum við rabbarbarasultu!!!! sem var heimatilbúin (einhverjir í hópnum þurftu að týna rabbarbara) og svo fengum við líka rabbarbaramuffins. Svo var haldið heim og ég var komin heim um hálftólf. En þetta var alveg frábær ferð.
Kossar og knús frá Maju og co
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar