Aron Snær fór til læknis í morgun í blóðprufu og hann stóð sig eins og hetja, eftir því sem Ásgeir segir. Jebb veit, ömurleg mamma sem var bara í vinnunni og lét eiginmann sinn um það að fara með barnið til læknis:-) Svo þurfti Aron að fara í hjartalínurit í sama slengnum, þessar rannsóknir eru sem sagt gerðar út af sí endurteknum höfuðverk og ælu hjá barninu og einnig út af því að á morgun á hann að byrja á ritalín forðatöflum (þess vegna varð að tékka á hjartanu hans líka) Við vonum að allt hafi verið í lagi hjá þessari elsku. Til að verðlauna hann fyrir að hafa verið svona duglegur í morgun, bakaði ég pönnukökur (norskar) fyrir hann og Ingólf þegar ég var búin að vinna.
Munurinn á norskum og Íslenskum pönnukökum liggur í þykktinni á þeim. Ein norsk er eins og 5-6 íslenskar pönnsur. Sama bragð, en ég er miklu fljótari að gera þessar norsku (þannig að kannski var ég bara ferlega löt mamma eftir allt saman:-))
Annars hefur bara verið grenjandi rigning hjá okkur í dag, eitthvað annað en í Reykjavík, brjáluð snjókoma og bylur. Var að lesa það að um 20% bíla í Rvk. séu ennþá á sumardekkjum, ekkert skrýtið að umferðin hafi ekki gengið vel í höfuðborginni í morgun.
Koss og knús frá Maju sem finnst leiðinlegt að baka og reynir þess vegna alltaf að sleppa ódýrt frá bakstrinum:-)
fredag 25. januar 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
2 kommentarer:
Skrítið með ykkur systurnar að vilja ekki fara með börnin ykkar til læknis. Æ, kannski er það ekkert skrýtið.
Þú býður okkur vonandi einhvern tímann upp á svona norskar pönnsur. Og hvað setja nojararnir á svona bakkelsi?
Það er nú bara settur sykur á pönnsurnar, en munurinn á Íslendingum og Norðmönnum með pönnsuát er sá að Norðmenn borða þetta sem kvöldmat, á meðan við Íslendingarnir höfum þetta með kaffinu:-) og þá er ég ekki að tala um Merrild.
Legg inn en kommentar