lørdag 5. januar 2008

Nú get ég ekki hætt




Loksins þegar ég fattaði hvað það var sem ég hef verið að vera vitlaust, get ég ekki hætt að setja inn myndir:-)


Ásgeir er kominn heim eftir svaðilför mikla, hann festi bílinn tvisvar sinnum hér upp í götunni, nágranni okkar hjálpaði honum fyrst og svo var ég kölluð til. Ég þurfti að vaða blautan, þungan snjó upp að hnjám, ég hélt að mín síðasta stund væri komin, en við gátum losað bílinn og lagt honum á bílastæðinu okkar, þar sem hann verður þar til snjóa leysir:-) Rafmagnið blikkar aðeins hjá okkur, vona að það fari ekki alveg, en ef það gerist get ég bara ímyndað mér að ég sé heima á Ísó, ekki amalegt það:-) Það er búið að loka Kjevik (flugvellinum) og færð er farin að þyngjast mikið, en við verðum bara heima, með kveikt í kamínunni og heitt kakó, það gerist ekki betra:-)


Ásgeir keypti sleða fyrir Aron áðan og þeir eru búnir að setja hann saman og drengurinn er farinn út að leika sér.

koss og knús frá Maju sem er loksins búin að fatta þetta myndadót:-)

8 kommentarer:

Doddi sa...

ef ad thu vedur snjo upp ad hnjan tha naer hann upp ad ökla a mer og Villa:)
DODDI

vennesla sa...

Sko Doddi minn, ekkert svona á opnum vef, en það er samt meiri snjór hjá mér en var í Rvk. um jólin. Annars fannst honum Ingólfi þetta fyndið, snjórinn náði honum nefnilega líka bara í ökkla:-)

Villi sa...

Ætli MM hafi ekki bara verið á hnjánum að „labba“ í snjónum...?

Frilli sa...

Ég er mjög ánægður með nýja myndabloggið :)

Anonym sa...

Ingólfur skrifar: Mamma er dolítið lítil, hún hefur verið að labba Villi minn... ;) Sko, hún hefur lengi hótað að ef ég verð hærri en hún, þá verður mér hent út, einhver sem vill taka uppáhalds frænda sinn að sér eftir að hann hefur skrifað þetta, anyone? Please

Anonym sa...

sæl mæja
það verður gaman að lesa bloggið þitt,
Þú átt myndarleg börn

kveðja úr snjóleysinu
Heiðrún

Anonym sa...

Til Ingólfs: EF móðir þín hendir þér út þá ert þú að sjálfsögðu velkominn til Namibíu kæri frændi :-)

kv,
Gulla

Anonym sa...

Alltaf velkominn til ömmu Ingólfur minn.

Kveðja amma