Það er eiginlega ekkert að frétta hjá okkur í dag, einhver gúrkutíð í gangi. Annars fór ég út að borða í gær með þeim sem ég er að vinna með. Við fórum á Bighorn steikhús, ég fékk mér bbq rif, alveg ferlega gott. Eftir matinn fórum við svo á skemmtistað, það var alveg rosalega gaman hjá okkur, mikið hlegið og mikið dansað:-)
Ég las á bloggum systkina minna að það er ótrúlegur munur á veðrinu hjá þeim þessa dagana. Hjá Gullu eru þrumur og eldingar og meira að segja haglél, en hjá honum Dodda er lóan komin:-) Hér hjá okkur snjóaði aðeins í nótt (þegar ég var að koma heim eftir skrallið) annars var sko grenjandi rigning í gær þegar ég mætti í partýið sem við héldum í leikskólanum áður en við fórum út að borða, ég varð rennandi blaut á þessari stuttu vegalengd, ég fann sko enga regnhlíf, veit samt að við eigum þó nokkrar.
Ég og Aron fórum á skemmtikvöld í bekknum hans á fimmtudaginn, það var alveg rosalega gaman hjá okkur. Það var farið í spurningarkeppni og ýmsa leiki, svo var boðið upp á kaffi og kökur.
Koss og knús frá Maju sem hefur bara ekkert að segja ykkur:-)
lørdag 1. mars 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar