Ég varð auðvitað að taka mynd af þessari eftirlengtu tilkynningu.
Í fyrradag varð árekstur hér fyrir utan hjá okkur og Maja myndasmiður varð auðvitað að taka mynd af þessu, en ekki hvað:-) Það voru sko græni og rauði bíllinn sem keyrðu á hvern annan, eða réttara sagt bílstjórarnir, en það urðu sem betur fer engin slys á fólki og ekki heldur á bílunum því þeir voru ökufærir eftir þetta.Ég var í brjáluðu húsmæðra kasti í gær, tók til og gerði fínt og svo til að kóróna kastið mitt bakaði ég pönnukökur (norskar að sjálfsögðu) fyrir strákana og hann Zilas, sem var í heimsókn hjá Aroni. Svo fékk Aron að gista hjá Zilas, Ásgeir keyrði þeim heim til Zilas, hann er nefnilega fluttur alla leið til Samkom, það tekur svona 10 mín að keyra þangað. Svo er hann Zilas að verða bróðir, ekkert smá skemmtilegt, Aron er alveg í skýjunum, hann er sko að verða frændi eða eiginlega bróðir líka, því þeir vinirnir eru sko hálfbræður:-) að eigin sögn, stundum eru þeir ekki alveg OK.
Koss og knús frá Maju og liðinu hennar:-)


Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar