Eins og þið sjáið eru trén farin að lifna við eftir veturinn, sem hefur bæ ðe vei ekki verið sérlega harður þetta árið:-) Einhver sagði mér að þegar veturinn hefur verið mildur verður sumarið einstaklega hlýtt, ég vona það því það var sko ekki mikið sumar í fyrra, eiginlega bara rigning og leiðindi. Þannig að við eigum það svo sannarlega skilið að fá mikið af sól og hlýjindum:-)
En þetta með verðlag á fötum, ég fór út á föstudaginn, eins og þið vitið og auðvitað þurfti ég að kaupa mér einhverja fatalappa. Leið mín lá í Cubus, þar var ekki útsala en svona superhelg, þá er fullt af fötum á tilboði. Ég keypti mér 2 pils (roðn) og einn bol, fyrir þetta borgaði ég 68 kr. en fullt verð var 627 kr. Munurinn var upp á heilar 559 kr. Hvernig er þetta hægt? Annað pilsið kostaði upphaflega 249 kr. en ég borgaði 30 kr. fyrir það, hitt pilsið kostaði 199 kr. en ég borgaði bara 19 kr. og fyrir bolinn mátti ég út með 19 kr. en á fimmtudaginn kostaði þessi sami bolur 179 kr. Hvernig er álagningunni á fötum háttað þegar það er hægt að selja þetta svona ódýrt? Ekki hefur Cubus grætt mikið á þessari verslunarferð minni, en ég hins vegar kom út í blússandi +. Þannig að ég er svo sem ekki að kvarta neitt, en fór bara að hugsa um þetta því ég borgaði bara rúmlega 10 % af upphaflega verðinu. En ég elska að kaupa mér föt þegar ég geri svona góðan díl:-) Ætti kannski að bæta því við að mig vantaði sko alls ekki föt, en gaman að fara í nýjum fötum þegar maður fer eitthvað út, því ég geri sko ekki mikið af því að fara út og skemmta mér.
Kossog knús frá Maju og nýju ódýru fötunum hennar:-)
søndag 2. mars 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
Hæ sæta
Við mæðgurnar (Kata og Eydís) erum loksins búnar að komast inn á þessa gasalega flottu síðu - ég meina liturinn, þessi bleiki er sko verulega flottur - við meinum það í fyllstu alvöru. Veturinn hérna megin við sundið segir hún Kata mamma er búin að vera nákvæmlega jafn hundleiðinlegur og hann hefur verið í Vennesla. Eydís segir að þetta sér bara búin að vera gamaldags vetur, svona mikið af snjó og frosti. Myndirnar eru fínar, en hvar er mynd af Mæjunni, pæjunni??!! Við bíðum spenntar, ein mynd af dömunni í nýju fínu ódýru fötunum væri ekki verra ;-) Knús frá mömmu Eydísi og Lornu.
Legg inn en kommentar