Loksins fékk ég tilkynningu um að kaffið mitt, sem hún tengdamamma mín sendi mér fyrir 3 vikum, væri komið á pósthúsið. Þannig að hann Ingólfur minn ætlar að sækja það fyrir mig þegar hann er búinn í skólanum:-) En mikið finnst mér það hafa tekið langan tíma fyrir kaffið að komast á leiðarenda, það var sko sent frá Danmörku 15 febrúar og kom hingað í gær. Það er nú ekki eins og það sé ferlega langt á milli Danmerkur og Noregs.
Það varð uppi fótur og fit á heimilinu í gærkveldi, allt í einu mundum við að Aron var að fara í smá leiðangur með bekknum í dag og það voru engar pylsur til á heimilinu. Þannig að við brunuðum niður í sentrum og keyptum grillpylsur fyrir hann, ég gleymdi þó að kaupa kex fyrir drenginn og hann var sko ekki ánægður með mömmu sína. Það taka allir kex með og svo kem ég ekki með neitt sagði hann og var ferlega fúll, en ég nennti sko ekki að fara aftur í búð bara til að kaupa einn kexpakka. Þannig að hann varð að láta sér nægja að hafa bara pylsur með sér í þetta sinn.
Ég var á námskeiði í allan gærdag, mjög skemmtilegt, en þreytandi að sitja í marga klukkutíma og hlusta á eina konu tala. En sem betur fer hafði hún frá mörgu skemmtilegu að segja:-) Þetta námskeið heitir Skal-skal ikke, og er sameiginlegt námskeið fyrir alla þá sem vinna í leikskólum í Vennesla. Svo er foreldrafundur í leikskólanum í kvöld og ég þarf að vera þar. Mér finnst ég alltaf vera á fundum eða á námskeiðum, það sem af er þessu ári hef ég verið á 12 fundum eða kursum og ég er bara að vinna í leikskóla:-)
Koss og knús frá Maju sem hlakkar til að fá sér kaffi:-)
onsdag 5. mars 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
Elsku Maja mín það er nú gott að þú getir fengið þér alvöru kaffi, við skulum nú vona að það sé ekki runnið út sökum ferðatíma:-(
Ég mundi nú segja ekki vanmeta starf þitt, þú ert að vinna á leikskóla ekki BARA leikskóla.
Njóttu sopans mín kæra, kv Inga.
Legg inn en kommentar