Við fórum í bæinn í dag og ég keypti gul kerti og þetta flotta blóm (en spurningin er hversu lengi ég held lífi í því) það eru nefnilega að koma páskar og ég er búin að finna það út að ég á ekkert páskaskraut, því miður. En á hinn bóginn þá eru páskar í mínum huga eignilega bara langt frí:-) Ásgeir bakaði svo ekta franska súkkulaði köku fyrir okkur, geggjuð kaka. Svo eldaði ég kvöldmatinn, heimatilbúin pizza og brauðstangir (með smá hjálp frá peppes pizza, ég keypti sko svona pizzablöndu frá þeim, þurfti bara að setja vatn útí og svo bara vola komið þetta flotta pizzadeig:-)) Þetta er hann Aron minn að setja myndir í ramma, hann ætlar svo að hengja rammana upp í herberginu sínu.
Og hér er hann Ingólfur minn, eitthvað slappur, en hann getur nú samt lesið sænska brandara, við eigum sko eina bók um það hversu vitlausir Svíar eru í augum Norðmanna og svo eigum við aðra bók um það hversu vitlausir Norðmenn eru í augum Svía (fengum þá bók í jólagjöf eitt árið frá Dodda og Piu)
Koss og knús frá Maju sem er búin að borða yfir sig í dag:-) eins gott að ég má alveg við því
lørdag 8. mars 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar