fredag 21. mars 2008

Föstudagurinn langi

Og hér snjóar ennþá:-) Svona var pallurinn hjá mér í morgun. Eins gott að við vorum ekki búin að setja sumardekkin undir bílinn, við vorum sko að spá í að gera það, enda héldum við að sumarið væri komið:-)
Hér er mynd sem ég tók fyrir 3 dögum, smá breyting.

Ég var að tala við Lúlú áðan, hún er að undirbúa fiskiveislu sem verður í kvöld. Væri sko alveg til í að vera hjá henni núna, það er nefnilega alltaf svo góður matur hjá henni:-)

Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, við hjónin erum bara búin að liggja í leti í dag og horfa á sjónvarpið, Aron er hjá Zilas og Ingólfur er örugglega hjá Stian. Ég ætti eiginlega að koma mér út og moka bílinn út, en ég er bara ekki að nenna því, vakna bara snemma í fyrramálið því ég verð auðvitað að fara á pósthúsið og sækja pakkann:-) Eitthvað eru drengirnir mínir undarlegir, þeir voru nefnilega báðir handvissir um að páskaeggin ætti að borða á skírdag, en auðvitað verða þeir að bíða þangað til á sunnudag:-)

Koss og knús frá Maju sem býr í snjóhúsi (eða næstum því:-))

1 kommentar:

Anonym sa...

Þetta er sko greinilegt páskahret hjá ykkur eins og hjá okkur í dag var víst bongobliða en ég svaf það af mér eftir næturvakt. Nota daginn á morgun að fara á sleða Kv.Heiðrún.