fredag 8. februar 2008

Annar í afmæli

Þetta er hann Aron minn, hann er að sýna Christoffer eitthvað í tölvunni. Aron er voðalega hrifinn af Christoffer, fékk hann til að segja kannski við því að þeir tveir fari saman í bíó bráðum. Ég benti Christoffer á það að í Arons orðabók þýðir kannski já:-) En samt gaman að sjá þá tvo spjalla saman, eða Aron talar og hinn hlustar:-)
Hér er mynd af einkadótturinni og tengdasyninum honum Christoffer.

Og hér er svo mynd af afmælisbarninu, hann vildi ekki að ég væri að taka mynd af honum, en þar sem ég er evil þá auðvitað tók ég mynd og skellti henni inn á netið:-) Hann var í munnlegu söguprófi í dag drengurinn og fékk 6:-) (tek það fram enn og aftur að í Norge er ekki gefið hærra en 6, bara svona til að fyrirbyggja allan miskilning:-))
Ætti eiginlega að taka mynd af mér og skella hér inn, geri það seinna, ég er nefnilega úrvinda úr þreytu, var að vinna í dag, og ekki bara þurfti ég að passa börnin "mín" í leikskólanum, heldur þurfti ég að standa í eldhúsinu þar í 3 tíma og laga lapskaus. Það þýðir að við þurftum að skræla 12 kg. af kartöflum, 6 kg. af gulrótum og 3 kg. af rófum og skera allt í bita, fullt af blómkáli, brokkolí og púrrlauk þurfti líka að skera í bita. Og síðast en ekki síst þurfti að skera 3,5 kg. af middadagspølse niður. Við vorum 2 sem gerðum þetta allt og svo þurftum við auðvitað að standa og hræra í gumsinu, og ég get sko sagt ykkur að það var ekki auðvelt verk. En mikið rosalega var þetta góður matur:-) Svo kom frúin heim og þá braut ég saman þvott, setti í þvottavél, tók til í eldhúsinu, bakaði brauðstangir, skúraði eldhúsgólfið og tók svo aftur til þar, eftir baksturinn sko. Laaaangt síðan ég hef verið svona "dugleg" húsmóðir og það verður sjálfsagt langt þangað til næst:-)
Las á mbl.is að það er alveg brjálað veður á Íslandi, fólki ráðlagt að halda sig inni og allt, af og til sakna ég veðursins þar, því hér verður eiginlega aldrei svona vont veður. Að vísu var stormurinn Tuva eitthvað að bögga okkur um daginn, en það varð ekki svona brjálað veður hér í Vennesla eins og er á klakanum núna.
Koss og knús frá Maju sem er þreytt gömul kona í dag.

2 kommentarer:

Villi sa...

Held það væri nú nær að láta þessa krakkagemlinga á leikskólanum skræla og brytja. Þau hefðu nefnilega miklu meira gaman af því heldur en þið tvær.

Jú, svo bara að passa að hafa nóg af plástrum til að skella á sundurskorna putta...

vennesla sa...

Alveg sammála þér með að láta krakkana hjálpa til við að skræla og skera, en ég þoli ekki þegar kartöflurnar eru skornar í mis stóra bita, að ég tali nú ekki um pylsurnar:-) Þannig að mér finnst bara best að hafa stjórnina á þessu í miúm höndum:-))))