søndag 17. februar 2008

Góðan daginn

Þá er kominn sunnudagur, sem ég hélt að hefði verið í gær, þannig að ég "græddi" einn extra dag:-) Ekki slæmt það.

Ásgeir fór í vinnupartý á mánudaginn og var farið með bátnum til Danmerkur og komið heim aftur á þriðjudeginum. Hann spurði okkur hvað hann ætti að kaupa fyrir okkur, valið var mjöööög einfalt: M&M´s og Skittles:-) Hér fæst nefnilega ekki svoleiðis gúmmilaði, því miður eða ætti ég kannski að segja eins gott? Svo langaði mig í ilmvatn, sem ég fékk:-) og svo keypti hann sígarettur fyrir mig líka, lánið leikur sko alveg við mig.

Ég er ekki ennþá búin að heyra neitt frá sjúkrahúsinu um það hvenær ég á að fara í aðgerðina, er að hugsa um að hringja á morgun og reka á eftir þessu. Ég byrja nefnilega að vinna 100% þann 10 mars og væri alveg til í að vera búin að þessu fyrir þann tíma. En við sjáum til hvað gerist, er eiginlega að verða geðveik á þessu, mér er nefnilega svo illt að ég á erfitt með að sofa og illa sofin María Dröfn er bara ekkert lamb að leika sér við:-)

Ég er afskaplega lélég þessa dagana að taka myndir, gleymi myndavélinni þegar ég fer eitthvað og fatta ekki fyrr en of seint að taka myndir þegar eitthvað gerist hjá okkur:-) Skal reyna að taka mig aðeins á.

Komst að því á föstudaginn að gemsinn minn er bara góður, Aron Snær lánaði hann, þegar hann fór til Zilas og hann missti símann í læk. Ekki fattaði drengurinn að taka batteríið úr gemsanum, þannig að þegar hann kom heim var síminn rennandi blautur og ekki alveg að virka eins og hann á að gera. Ég tók hann því í sundur og þurrkaði hann, hugsaði með mér að ég yrði sennnilega að kaupa mér nýjan, en nei nei þegar hann var orðinn þurr setti ég hann saman aftur og hann svínvirkar:-) En Aron vill ekki lána hann aftur, ég týni honum bara mamma ef ég er með hann...:-) Hann er sko ekki vanur að hugsa svona þessi elska, eiginlega er honum bara alveg sama hvort hann týnir einhverju eða eyðileggur eitthvað.

Koss og knús frá Maju sem ætlar að fara út og reykja dönsku retturnar sínar:-)

Ingen kommentarer: