mandag 18. februar 2008

Kvöldmaturinn


Langaði bara að sýna og segja ykkur hvað kokkurinn á heimilinu (þá er ég sko að tala um hann Ásgeir minn) er að elda fyrir okkur:-) Jebb hann er að elda : Cock au vin, á íslensku, Hana í víni:-) Það er svo góður ilmurinn af þessum rétti og ég eeeelska þennan mat. En ég veit líka að þessi matur á eiginlega bara að vera á boðstólum um helgar, en ekki á mánudegi, en þar sem hann Ásgeir minn vinnur þegar við hin erum í fríi og hann er þar af leiðandi í fríi þegar við hin erum að vinna, þá höfum við mjög oft fínan mat í miðri viku. Ég hlakka svo til að borða. Spurning um að ég vaski upp á eftir, þar sem hann eldaði matinn. Kannski læt ég bara stákana sjá um uppvaskið:-) Held að ég geri það bara, miklu auðveldara fyrir mig.
Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, við fengum boðskort í brúðkaup í dag. Hann Bjarni og hún Kristín ætla að gifta sig þann 12 apríl, en því miður komumst við hjónin ekki í brúðkaupið, þar sem að við erum sjálf að fara að ferma 3 vikum seinna. Fyrir þá sem ekki vita, þá er hann Bjarni sonur Binna og Möggu, sem er móðursystir hans Ásgeirs.
Koss og knús frá Maju sem er að fara að borða: Cock au vin:-)

4 kommentarer:

Anonym sa...

Hæ, vá ekkert smá girnó. Alltaf gaman að sjá hvað Ásgeir er góður kokkur;-) Það kannski kemur að því að maður fái að smakka eitthvað sem hann eldar.

Kossar og knús frá okkur á Akureyri.
Kv Inga

Anonym sa...

getur madur fengid uppskriftina?

Anonym sa...

Doddi

vennesla sa...

Ég er búin að senda þér uppskriftina á email Doddi minn, láttu mig vita ef að þú færð hana