søndag 8. juni 2008

Fullt af myndum

Við fórum til Kristiansand í gær, ég var að sjálfsögðu með hana Stellu með mér:-) Tók þessa mynd inni á Glipp, Aron átti sko ekki að vera með á myndinni, en klessan sem hann er þá tróð hann sér inn á myndina.
Lestin mætt á staðinn. Við höfum einu sinni keyrt með lestinni og mér fannst það ekki merkileg upplifun, en við þurftum að prófa.
Hér situr fólk úti hjá Glipp og hefur það notalegt. Það var frábært veður í gær, 24 stiga hiti og brjáluð sól.
Þetta er ekki stytta af Jóni Sigurðssyni, heldur af honum Henrik Wergeland, þannig að það verður mikið um dýrðir hér 17 júní. En ég ætla að muna að setja upp íslenska fánann okkar:-)
Í tilefni 200 ára afmælis hans Henriks er búið að koma upp fullt af listaverkum í Wergelands parken, þetta fannst mér flott, kúluhús sem er fullt af fiðrildum.
Þetta eru svo listaverk eftir börn, það er gaman að þessu. Það var fullt af öðrum verkum þarna, til og með var lúðrasveit að spila.
Ingólfurinn min með húfuna góðu, hann fer sko ekki út fyrir hússins dyr án hennar, alveg sama hversu heitt eða kalt það er.
Hér er svo mynd af mannlífinu á torginu.
Þessi fannst mér vera flottur, skælbrosandi og í góðu skapi, enda ekki annað hægt á svona yndislegum degi. Ég er ekki alveg viss um hvað hann er að selja, en eitthvað er það.

Fullt af ferskum jurtum
og flottum blómum.

Svo keyptum við hjól fyrir Aron í gær, en ég hef greinilega gleymt að taka mynd af því, bæti úr því síðar. Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, núna eru bara 2 vikur eftir af skólanum hjá strákunum og þeir geta ekki beðið. Þessar tvær vikur verða fljótar að líða því það er ekki mikil skólavinna á lokasprettinum, heldur fara þeir í Dyreparken, í bæinn og hjólreiðatúra.

Koss og knús frá okkur í blíðunni í Norge:-)

3 kommentarer:

Litið blogg úr villta vestrinu sa...

Flottar myndir frá Kristjansand. Manni langar bara að kikja í heimsókn jæksss....

vennesla sa...

Þú ert alltaf velkomin Jóhanna mín:-) En þetta er einstaklega fallegur bær á sumrin, mikið um að vera og fullt af blómum, enda er Kristiansand kallaður blóma bærinn.

Koss og knús frá Maju

Anonym sa...

Já ég verð bara að segja það að þetta lítur út fyrir að vera ansi freistandi að kíkja til Norge;o)

Það kemur nú örugglega að því en þangað til þá sendi ég bara kossa og knús.

Bestu kveðjur frá okkur öllum,
kveðja Inga.