mandag 9. juni 2008

Ókosturinn við að búa hérna

Helv.... myggbitin, ég er að verða geðveik núna, þegar ég vaknaði í morgun var ég komin með 12 bit, bara eftir nóttina. Furðulegt að þær elski mig svona mikið, eins ég hata þær. Einhverskonar love/hate samband okkar á milli:-)
En hér er mynd af frúnni að grilla, ég grillaði svínarif og hvítlauksmarineraðar svínakótilettur. Rosalega gott, svo bakaði ég kartöflur og hafði heimatilbúna kalda grill sósu með heimaræktuðum graslauk í sem meðlæti:-)
Ég hef grun um að það sé að fara að rigna, sem betur fer, það er allt svo þurrt hérna á suðurlandinu að það er allt logandi í skógareldum:-) Síðasta sólarhring hafa verið slökktir rúmlega 60 skógareldar, þannig að gróðurinn þarf á smá rigningu að halda.
Rosalega dimmt yfir, en samt er 20 stiga hiti hjá okkur og klukkan er að verða 22.30.

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar:-)

4 kommentarer:

Anonym sa...

kvitt kvitt.

kv,
Gulla

Anonym sa...

Dugleg heimilisfrú;o) ég sé að frúin er búin að taka smá lit í góða veðrinu og komin með far eftir bolinn:o) hahaha... frábært.

Hér er búin að vera rigning enda gott að vökva gróðurinn.

Kossar og knús Inga.

Litið blogg úr villta vestrinu sa...

Flott að grilla....
Bestu kveðjur úr sólinni vestur á fjörðum

Anonym sa...

Kvitt kvitt :) kveðja Alda í DK