lørdag 14. juni 2008

Langt síðan síðast

Hér er mynd af graslauknum sem hann Aron Snær er að rækta, alveg með ólíkindum hvað hann getur dundað sér við þetta.
Þetta eru einhver blóm, ég er ekki alveg klár á því hvað þau heita.
Hér eru svo gulræturnar hans og einhver blóm. Ég er búin að vera að segja honum að hann verði að grisja gulræturnar, en hann vill það ekki, honum finnst svo flott að sjá hvað þær eru margar:-)

Fleiri blóm, þessi eru sko ekki byrjuð að koma upp, en það verður sjálfsagt ekki langt þangað til:-)

Við fórum í morgun í Plantasjen og keyptum heilan helling af blómum og eina 6 potta, við erum búin að gróðursetja þetta allt og svo þurfti hann að sá sólblómafræjum líka:-) Það er eiginlega skömm að segja frá því, en fyrir 2 vikum fórum við og keyptum fullt af blómum (sjá eldri bloggfærslu) hann sá um að gróðursetja í annað beðið og ég í hitt. Í dag, 14 dögum síðar, lifa blómin sem hann setti niður góðu lífi, eru meira að segja farin að teygja anga sína út um allt. En það sem frúin sá um að setja niður, er allt DAUTT, segi það og skrifa STEINDAUTT. Þannig að hann er með græna fingur en ég ekki, enda hefur mér meira að segja tekist að drepa kaktus.-)

Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, ég var í kúreka partýi í gær og svo fórum við upp til Oggevann og héldum uppi stuðinu á pöbbinum þar:-) Ógeðslega skemmtilegt.

Koss og knús frá þessari sem ætti ekki að koma nálægt blómum:-)

4 kommentarer:

Anonym sa...

Gaman að sjá hvað hann er natinn við blómin, já og grænmetisræktunina. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gulræturnar ákveða að gera - þar sem þær eru svona ferlega margar saman :-)

kv,
Gulla

Litið blogg úr villta vestrinu sa...

Flott hjá gæjanum... ég skil vel að mamman sé stolt

p.s Maja mín ég drep líka kaktusa :S

Anonym sa...

Vá ekkert smá flott hjá gæjanum, þú ert rosalega heppinn mamma að eiga svona frábæran dreng. Þú ert nú ekki sú eina sem drepur kaktusa;-) hahaha....

Kossar og knús, kv Inga.

Anonym sa...

þetta er bara flott hjá stráknum :)
kiss kiss og knús :)
kveðja Alda í DK.