onsdag 16. juli 2008

Gleði og sorg

Við hjónin eigum brúðkaupsafmæli í dag:-) Jebb búin að vera gift í 14 ár. Ásgeir minn færði mér pottarós í tilefni dagsins og svo er hann að fara að elda steik fyrir okkur.
En Ingólfurinn minn er í mikilli sorg, Metallica er nefnilega að halda tónleika í kvöld í Bergen og við erum ekki þar. En miðarnir á þessa tónleika seldust upp á 5 mín. og ég er ekki að ýkja, þannig að við reynum bara næst þegar þeir koma til Norge.

Annars er bara allt gott að frétta af okkur, Zilas er búinn að vera hjá Aroni í allan dag og núna eru þeir hjá Zilas og ég held að þeir hafi ætlað að fara að busla í læknum hjá honum. En það er bara ekki búið að vera gott veður í dag, eiginlega bara kalt, þannig að ég veit ekki hvað þeir gera.

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar

2 kommentarer:

Anonym sa...

Til hamingju með daginn turtildúfur;-) Vonandi var steikin góð.

Ég fór á Metallica tónleikana sem voru hér á klakanum og þeir voru geggjaðir þannig að vonandi kemmst Ingólfur á tónleika með þeim.

bestu kv Inga

Anonym sa...

Innilega til hamingju með 14 árin elskunar.

Humm Metallica, ekki beint mín uppáhaldshljómsveit. en ég reyni að finna til með Ingólfi :-)

kv,
Gulla