lørdag 19. juli 2008

Rigning:-(

Djö... ég get svo svarið það að þetta sumarfrí mitt er bara ekki búið að vera að gera sig. Það er búið að vera alveg ferlega leiðinlegt veður næstum allan tímann. Í dag er grenjandi rigning og svona haustlegt, en ég á von á því að sólin láti sjá sig í vikunni, enda eins gott þar sem að ég á bara eina viku eftir af fríinu mínu.

Aron fékk að sofa í tjaldi í nótt, hjá honum Ruben, hann skemmti sér bara vel þessi elska. En tjaldið lak aðeins í rigningunni, þannig að ein dýnan varð rennandi blaut, en þeir létu það nú ekki á sig fá, enda er enginn verri þó hann vökni:-)

Ingólfur er allur að koma til, enda þýðir ekkert annað. Metallica kemur alveg örugglega aftur til Norge:-) Alexandra fór á tónleikana með þeim á Íslandi og drengurinn er ekki ennþá búinn að jafna sig á því, enda er hann eins og gangandi orðabók um þessa hljómsveit. Hann veit ALLT um þá og þá meina ég allt. Hann tók svona Metallica Quiz um daginn og hann svaraði öllum spurningunum rétt. Núna býður hann bara eftir að nýji diskurinn þeirra komi út, en hann kemur út í september. Og að sjálfsögðu kaupum við hann:-)

Koss og knús frá okkur hér í "haustinu" í Norge

1 kommentar:

Anonym sa...

metalikka ?? er það eitthvað ofan á brauð ??