


Við hjónin fórum til Arendal á miðvikudaginn, Ásgeir átti tíma hjá augnlækninum. Við vorum á sjúkrahúsinu í tvo og hálfan tíma, mikið djö...... er leiðinlegt að bíða svona. En hann er með skemmd á sjóntauginni og þess vegna er hann hálfblindur á öðru auganu. Því miður er þetta ekki eitthvað sem gengur til baka, hann verður svona alltaf, en það þarf að fylgjast með þessu.
Annars er bara allt gott að frétta, strákarnir hafa það gott, enda eru þeir ennþá í sumarfríi, skólinn byrjar aftur 18 ágúst. Alexandra er hress og spræk, sem betur fer. Ég hlakka mikið til að heyra í uppáhalds tengdamömmu minni um helgina, hún er sko búin að vera í lööööngum göngutúr. Ég fékk sms frá henni þann 22 júlí og þá var hún búin að ganga 83 kílómetra, bara þann daginn:-) Þetta er næstum því eins og Forest Gump, nema að hún fékk ekki að hitta Elvis, Bítlana og alla hina:-)
Koss og knús frá okkur í Vennesla.
4 kommentarer:
Þú ert nú ekki ok að standa og strauja í 30 stiga hita.
Doddi
Ég veit, en allt skal straujast, ég hef einhvern grun um að ég verði að fá hjálp, eða ekki. Engin með smá húsmóður gen í sér fer að sofa með óstraujuð sængurföt. Að ég tali nú ekki um boli, pils eða peysur. Ef þú getur straujað, þá straujar þú.
Hvernig var svo 1. í vinnu eftir sumarfrí?
Ég bíð enn eftir að sjá myndir af öllum blómunum sem Aron Snær gróðursetti í vor.
kv,
Gulla
Hahahaha..... Strauja strauja strauja þú ert nú ekki í lagi;-)
Ég er í sumarfríi og verð alveg til 26 ágúst og ég get sagt þér að hér er EKKERT straujað;-)
Kossar og knús til allra, kv Inga.
Legg inn en kommentar