lørdag 27. september 2008

Afmælisblogg

Hér er hann Ingólfurinn minn, rauðhærður:-) Hann litaði á sér hárið í Póllandi, ferlegur töffari. En hann skemmti sér alveg rosalega vel í ferðinni og hann hafði sko frá miklu að segja þegar hann kom heim.
Hér er að sjálfsögðu flaggað í tilefni dagsins. Frúin er sko orðin 25 ára, loksins:-) En það voru engar pönnukökur á boðstólum í morgun, Ásgeir er að vinna og ég nenni ekki að baka núna, sé til seinna í dag.
Við ætluðum að fara til hennar Alexöndru í dag, en hann Aron ældi svo í gærkveldi að ég þori ekki að fara með hann til hennar. En við förum á morgun og ég verð að muna að taka hana Stellu með mér til að taka myndir af bumbunni.
Annars er allt gott að frétta, hér er sól og frábært veður og afmæliskveðjunum rignir yfir mig:-) Takk til ykkar sem mundu eftir mér í dag.
Koss og knús frá okkur Vendölunum

Ingen kommentarer: