fredag 26. september 2008

Sú gamla var klukkuð

Uppáhaldssystir mín klukkaði mig um daginn og hér er lífið mitt, eins og það leggur sig (fyrir utan allt það sem ég sagði ekki frá)

Fjögur störf sem ég hef unnið:

Gamla bakaríið á Ísó
Stuepike á Hotel Ernst (ferlega leiðinlegt)
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum (ferlega skemmtilegt)
Snømyra barnehage í Vennesla (elska vinnuna mína:-))

Fjórar kvikmyndir sem ég held uppá:

Með allt á hreinu
Heimskur heimskari
Harry Potter
Indiana Jones

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Reykjavík ó Reykjavík, þú yndislega borg
Blönduós
Hnífsdalur
Vennesla

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég held uppá:

CSI Miami
CSI
Beat for beat
Svona var það 76

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Oslo
Stocholm
Hemsedalen
Flókalundur

Fjórar síður sem ég les á hverjum degi (fyrir utan blogg)

vg.no
db.no
mbl.is
bb.is

Matur sem ég elska:

Kjöt í karrý
Nautasteik a la Ásgeir
Hani í víni
Maturinn hennar tengdó (nú skoraði ég (vonandi) stórt hjá henni:-))

Fjórar bækur sem ég les oft

LØFT (allir ættu að eiga þessa bók, en ég veit samt ekki hvort hún er til í íslenskri þýðingu)
Agatha Christie (ég veit ekki hversu margar bækur ég á eftir hana, en þær eru margar og ég elska þær allar, get ekki gert upp á milli þeirra)
Íslenskar þjóðsögur og sagnir
Gráskinna hin meiri

Hvar væri ég til í að vera núna:

Windhoek (hjá henni Gullu minni)
Svíþjóð (hjá honum Dodda, að hoppa á trampólíninu, djók:-))
Á Ísó í mat hjá tengdó (ein með mat á heilanum, en það er alveg ok því ég er svo slank:-))
Upp á fæðingardeild með henni Alexöndru (vona að það verði ekki langt þangað til að við verðum þar)
Á Akureyri í kaffi hjá Jóhönnu og henni Ingu minni

Ég ætla að gera eins og Doddi og Tinna, ég klukka engan, enda hafa allir verið klukkaðir:-) og já Villi minn ég var klukkuð en ég er ekki klikkuð:-)

Kossar og knús frá Maju, sem ætlar til Alexöndru á morgun til að taka bumbumyndir af henni, og auðvitað skelli ég þeim inn hér:-)

3 kommentarer:

Anonym sa...

Það eru þungatakmarkanir á trampólíninu:-)

Anonym sa...

Úff, þá er eins gott að ég fari ekki líka á trampólínið - það myndi sennilega gefa sig :-)

kv,
Gulla

Anonym sa...

HAHAHAHA...., hugsið ykkur ef við fengjum tækifæri til að sjá Maju pæju hoppa á trampólíni, það yrði snilld og ég held að ég myndi DEYJA úr hlátri, hehehe.... Ég vildi líka óska þess að þú værir í kaffi hjá mér elsku Maja mín mmmm.... Merrild;-) Ég hlakka til að sjá myndir af Alexöndru mömmu;-) og ég tala nú ekki um spennuna fyrir litla krúttinu:-)

Kossar og knús á ykkur öll, kv Inga.