søndag 28. september 2008

Ömmublogg:-)

Hér er mynd af henni Alexöndru minni:-) Við vorum hjá henni áðan, ég og Ingólfur fengum að finna barnið hreyfa sig, ferlega geggjað. Hún er orðin frekar þreytt þessi elska, en það er bara vika í áætlaðan fæðingardag, þannig að þetta styttist óðum. En mikið hlakka ég til að fá að sjá litlu skottuna, spáið í því að ég er að verða AMMA, segi það og skrifa amma (og ég sem er svoooo ung:-)) Christoffer vill nú samt meina að hún komi í heiminn næsta föstudag, þann 3 okt, en einhvern grun hef ég um að hún dóttir mín vilji að hún fæðist þann 4 okt svo að hún fái hana í 18 ára afmælisgjöf, mér er eiginlega alveg sama þar sem að ég fékk hana ekki í afmælisgjöf:-)) í gær.
Þetta er það sem hún tengdamamma mín er búin að vera að dunda sér við, hún prjónaði teppi fyrir barnið og svo heklaði hún peysu, húfu og þá allra minnstu sokka/skó sem ég hef séð. Rosalega flott. Alexandra þakkar þér Lúlú mín fyrir þetta:-) og fyrir sængina og koddan.

Eins og þið vitið þá finnst honum Aroni rosalega gaman að baka, þannig að í gærkveldi bakaði hann lummur fyrir mig, alveg sjálfur. Þær voru alveg rosalega góðar, en því miður gleymdi ég að taka mynd af honum við baksturinn, en það er mynd af honum hér á blogginu þar sem hann er að baka pönnukökur fyrir pabba sinn. Svo er Ásgeir minn að elda afmælismatinn fyrir mig núna, hann hafði ekki tíma til þess í gær, en hér verður Hani í víni, ummm, ekkert smá gott.

Strákarnir eru komnir í haustfrí og þeir eru mjög ánægðir með það. En Ingólfur verður að vakna snemma á morgun því hann er að fara í skellinöðruæfingarakstur.

Kossar og knús frá Maju og liðinu hennar:-)

6 kommentarer:

Anonym sa...

Hæ, ég ætla nú að byrja á því að syngja fyrir þig;-)
"Hún átti afmæli í gær, hún átti afmæli í gær, hún átti afmæli hún Maja pæja, hún átti afmæli í gær" veiiii, hipp hipp HÚRRA;-) Til hamingju með daginn í gær, ég gleymdi því ekki en ég var bara svolítið upptekin í skautahöllinni þar sem drengurinn minn var að keppa í Hokkí;-) En jæja þá er það næsta mál á dagskrá, oohhhhh my god hvað hún Alexandra er flott tilvonandi móðir, hún er æði og þú kannski gefur henni stórt knús frá mér. Bestu kveðjur til allra frá Ingu;-)

Anonym sa...

nú skal það takast nú skal það takast.... bloggir leyfir mér sko ekki að commenta á bloggið þitt og ég er mikið búin að reyna,
Flott mynd af bumbulínu, hlakka mikið til að fá fréttir þegar krilið kemur í heiminn.
Kossar og knus frá akureyrinni

Anonym sa...

Hæhæ dúllurnar mínar váá hvað hún er orðin myndaleg :)
vonandi gengur allt vel hjá henni og þú verður ekkert smá flott amma :)
kveðja Alda frænka í Dk..

Anonym sa...

úpsss til hamingju með afmælið dúlla :)
kv Alda í Dk...

Anonym sa...

Tilvonandi mamman lítur nú alveg frábærlega vel út.

hlakka til þegar krílið fer af stað :-)

kv,
Gulla

Anonym sa...

5.10