onsdag 5. november 2008

Fréttir (ekki merkilegar þó)

Hér er Ingólfurinn minn að segja henni Cassöndru eitthvað mjög merkilegt, hún hlustar að minnsta kosti á hann þessi elska. Það var mjög gaman að fá þau í heimsókn síðasta sunnudag, hún var meira að segja vakandi, þannig að við slógumst aðeins um að fá að halda á henni, en enginn slasaðist alvarlega í óeyrðunum, sem betur fer:-)
Hér hefur amman greinilega unnið slaginn um barnið, en það er bara svooo gott að halda á henni og kyssa og knúsa hana. Gleymdi að taka mynd af henni og afanum, en hann passaði hana á meðan við hin kláruðum að borða, hún sofnaði í fanginu á honum, þannig að afafang er best:-)

En þessi litla fröken fór í skoðun í morgun og þá var hún takk fyrir orðin 4400 gr. Þannig að hún er búin að þyngjast um 1100 gr síðan hún fór heim af spítalanum þann 11 okt. Ekki oft sem maður er ánægður með það að þyngjast um rúmt kíló á 26 dögum:-) En hún braggast mjög vel þessi elska, enda er mamma hennar mjög dugleg að gefa henni að drekka. Cassandra er mjög lík mömmu sinni í útliti (að skoða myndir af Alexöndru svona lítilli er bara eins og að horfa á Cassöndru) en mamman var snuddubarn mikið, vildi helst hafa 4 eða 5 snuddur í einu, en fröken Cassandra vill ekki sjá svoleiðis drasl, hún eiginlega bara kúgast þegar snuddan er sett upp í hana. En það á kannski eftir að breytast, hver veit.
Það er vinnuvika í skólanum hjá honum Ingólfi mínum og hann fékk vinnu á Kjesk (veitingastaður í Kr. sand sem er í eigu þeirra sömu og eiga Glipp þar sem Ásgeir er að vinna) og drengurinn er bara ánægður með það. Honum finnst gaman að skera grænmeti og búa til kjötbollur og allt svoleiðis, þannig að kannski verður hann kokkur eins og pabbi sinn?
Aron Snær er að fara í keilu með bekknum sínum á eftir, en hann nennir ekki að spila, þannig að hann borðar bara sína pylsu í ró og næði og horfir svo á hina spila.
Koss og knús frá okkur öllum hér í Vennesla


3 kommentarer:

Villi sa...

Hugsaðu um þetta þannig að hún þyngdist um þriðjung!

Anonym sa...

Úff, ekki gaman að bæta á sig einum þriðja af þyngd sinni á einum mánuði, þ.e.a.s. við þessi fullorðnu :-)

kv,
Gulla

Anonym sa...

HAHAHAHA.... skemmtilegar pælingar í gangi, en NEI takk ég myndi ekki vilja bæta á mig einum þriðja af minni þyngd:-) hvort sem það væri á einum mánuði eða 1 ári. En Cassandra er dugleg og alveg æðisleg:-)

Já þeað er spurning með Ingólf??? Kokkur, ....!!!! hvað verður það sem hann kemur til með að verða í framtíðinni, vonandi er alveg sama hvað hann á eftir að taka sér fyrir hendur hann á vonandi eftir að brillera í því ;-)

Kossar og knús Inga.