torsdag 30. oktober 2008

Snjór og kalt

Aron alltaf jafn ánægður með hana litlu frænku sína, þumalinn upp fyrir þeim tveimur:-)
Hér er fröken Cassandra á leiðinni heim til sín, eftir heimsókn hjá okkur, hún er svo flott í þessum galla, en litla stýrið svaf svo vel í ömmu og afa rúmi að þegar hún loksins vaknaði var slegist um að fá að halda á henni:-) Aron spurði mig að vísu hvort það væri ekki í lagi að vekja hana, en amman hélt nú ekki, enda um að gera að nota tímann á meðan þessi smákríli sofa, það verður ekki mjög langt þangað til að við förum að óska þess að hún sofi aðeins meira (þegar hún verður eldri sko)

En hér er hún að segja honum Aroni einhverja sögu og hann hlustar að sjálfsögðu á það sem barnið hefur að segja:-) Enda er hann voðalega natinn við svona smá börn, en honum langar ekki að vera stóri bróðir, það nægir honum að vera litla barnið á þessu heimilinu:-)


Hér er hún að kveðja afa sinn og hann hana. en þær mæðgur komu til okkar síðasta sunnudag til að geta kvatt langömmu, langafa og Unnþór afabróðir þar sem þau voru að fara til Íslands snemma á mánudagsmorgninum.
En að snjónum, það snjóaði hjá okkur í gær og mikið var gaman í vinnunni þá, fyrsti snjór vetrarins og börnin vildu fara út að leika. Við fórum út og bjuggum til risa snjókarl (hann var á hæð við mig:-)) svo málaði ég á hann augu, munn og tölur og hún Gerd (það er konan sem stjórnar í eldhúsinu) gaf okkur gulrót svo Snæfinnur fékk nef líka:-) En í dag þegar ég fór í vinnu (mætti 6.25) var eiginlega allur snjórinn farinn, enda voru þrumur og eldinga og grenjandi rigning hér í gærkveldi, en það var samt hálka í morgun. Og aumingja Snæfinnur snjókall (snømannen Kalle á norsku) var horfinn, en ég á nú ekki von á öðru en að við eigum eftir að búa til nýjan snjókall í vetur.
Koss og knús frá okkur í Norge



Ingen kommentarer: