Aron og Cassandra, hún er orðin svo stór og búttuð, enda er alveg yndislegt að kyssa hana og knúsa.
Hér er hún með afa sínum, hann sá um að passa hana á meðan við hin skreyttum, hann horfði á Prison break og hún bara svaf á meðan. Ferlega notalegt líf.
Ekki góð mynd, en ég byrjaði aðeins að skreyta í gær, með hjálp frá Alexöndru og Ingólfurinn minn sá um jólatónlistina:-)
En þær mæðgur Alexandra og Cassandra komu til okkar í gær og litla snúllan var vakandi (svona af og til) og í góðu skapi að vanda, enda ekki annað hægt þegar jólin eru alveg að koma:-)
Hér er hún að hlusta á hann frænda sinn segja frá því hvernig jólin voru þegar hann var yngri, ein jólin þegar hann og Alexandra voru 4 og 6 ára fengu þau súkkulaðidagatal og honum fannst súkkulaðið svo gott að hann át allt súkkulaðið úr sínu dagatali 1 des. og ekki gat hann hætt svo hann borðaði allt úr Alexöndru dagatali líka:-) Sömu jólin komu 13 jólasveinar til byggða og þeir gefa öllum góðu börnunum eitthvað gott í skóinn, en drengurinn hafði verið eitthvað óþekkur svo hann fékk kartöflu einn daginn, þegar við spurðum hann hvað hann hafði fengið, var hann fljótur að svara; ég fékk súkkulaði og ég er búinn að borða það. En um vorið þegar snjórinn var horfinn fundum við kartöflu fyrir neðan herbergisgluggan hans:-) Hann er bara snillingur þessi elska.
Hér er svo hann Aron minn, vatnsgreiddur og flottur. Hann var hjá Zilas alla helgina, þannig að það var mjög rólegt hjá okkur, en hann skemmti sér vel. Zilas eignaðist bróður 22 nóv. og heitir drengurinn Sander, þannig að Aron kom heim uppfullur af uppeldisráðum um ungabörn og að sjálfsögðu deildi hann þeim með systur sinni.
En annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, það snjóar núna og það er ferlega jólalegt hjá okkur. Ég er bara í fríi, átti inni einn sumarfrísdag og ákvað bara að taka hann í dag. Svo er ég bara að hlusta á jólalögin á netinu og drekka kaffi, ferlega notalegt. Hún systir mín er að fara um borð í flugvél núna (hún fór frá Namibiu í gær og ég er bara ekki viss um það hvar hún er stödd núna) og hún lendir á Íslandi eftir 4 tíma:-)
En ég sendi ykkur bara kossa og knús héðan úr jólasnjónum
mandag 1. desember 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
2 kommentarer:
Hæhæ.
Voðalega er hún Cassandra mikið krútt, jú jú og þið hin líka:-)
Skemmtu þér vel í Osló kella mín, hlakka til að heyra frá þeirri ferð.
Bestu kveðjur Inga
Hæ, hvernig var í ferðinni og er pakkinn kominn??
Var bara að forvitnast:-)
Kv Inga
Legg inn en kommentar