søndag 11. mai 2008

Get eiginlega ekki þagað lengur:-)

En Alexandra og Ckristoffer fóru í 19 vikna sónar síðasta mánudag og þau fengu að vita kynið á barninu. Og þau eiga von á STELPU:-) Ljósmóðirin sem tók myndirnar sagðist vera 99.99% viss um að það er stelpa á leiðinni. Eiginlega vorum við öll viss um að það kæmi strákur, enda er það venjan í þessari fjölskyldu. Og svo til að kóróna allt, þá má ég vera viðstödd fæðinguna:-) Ég er ekkert smá ánægð með það. Þannig að nú er kominn tími á að prjóna eitthvað bleikt:-)

Annars er bara allt gott að frétta, Aron og Zilas eru búnir að vera hér í dag, þeir eru búnir að fara tvisvar upp á Tjønna til að synda. Ekki er ég að fatta þetta með þessa krakka, að geta synt í ísköldu vatni, ég held að vatnið sé svona um 16 gráðu heitt, það verður sko heitara í sumar, en samt. En sem betur fer á hann Aron Snær alla vegana 10 sundbuxur, sem er eins gott því hann þarf alltaf að hafa hreinar í hvert skipti sem hann fer að synda. Þegar líður á sumarið geta sundferðirnar orðið 4 á hverjum degi, þannig að það verða margar buxur og mörg handklæði sem þarf að þvo:-) Verst er allur helv.... sandurinn sem hann kemur með heim eftir þessar sundferðir sínar.

Ingólfur er hjá Stian, hann tekur sko tölvuna sína með sér þangað. Ég fékk samt að prófa gripinn í morgun, Ingólfur var sofandi, djö.. hvað mig langar í svona græju, enda ætla ég bráðum að fjárfesta mér í einum slíkum, ég veit að Aron býður eftir því, hann fær þá þessa tölvu sem ég er í núna til eignar.

Koss og knús frá Maju og genginu hennar.-)

3 kommentarer:

Anonym sa...

Gaman að það skuli vera stelpa á leiðinni því það mega sko gjarnan fæðast fleiri stelpur í ættina :-)

Er Christoffer alveg okey með það að amman sé viðstödd fæðinguna???

:-)

kv,
Gulla

vennesla sa...

Alexandra vill meina að ég gæti hjálpað henni meira en hann, en ef að ég fer yfir strikið verður mér sjálfsagt hent út:-) En ég hlakka svo til, ég kem til með að vera svona fyrirmyndar amma í alla staði. Læt allt eftir barninu og svo skila ég því til foreldra sinna, í frekjukasti:-)

Anonym sa...

HAHAHAHA..... Já Maja mín það er gott að þú tekur mín ráð og ætlar að fara eftir þeim, gera prinsessuna alveg að dekurrófu og svo bara SKILA:o) Til hamingju með þetta að það sé prinsessa, já kannski maður prjóni bara eitthvað;-).

Kv Inga.