fredag 30. mai 2008

Gott veður

Það eru sko 26 gráður í forsælu á pallinum hjá mér, yndislegt alveg:-) og það á bara eftir að verða hlýrra næstu daga, þannig að ég hugsa að ég fari með hann Aron á ströndina fljótlega. Hann er samt ekki farinn að lykta.
Hér er svo mynd af því sem hann plantaði á miðvikudaginn, ég tek svo aðra mynd þegar blómin eru byrjuð að spretta, en þetta finnst honum skemmtilegt.

Ég var heima veik í dag, eða ekki veik, en ég var hins vegar með ælupest í gær og þá má ég ekki mæta í vinnu aftur fyrr en ég er búin að vera einkennalaus í 24 tíma. Því miður, en þetta er ný regla í leikskólanum og ég skil vel að þessi regla hafi verið sett. Í haust var svo mikið af börnum í leikskólanum sem voru með hita eða ælupest og svo komu þau aftur daginn eftir, þá smituðu þau hina krakkana og svona gekk þetta endalaust þangað til að við settum þessa 24 tima reglu. Þannig að ég er bara búin að vera að þvo þvott í allan dag á launum, ferlega skemmtilegt:-)

Ég var að lesa bloggið hennar Helgu frænku í Miðengi og það skemmdist ekkert hjá þeim í jarðskjálftanum, sem betur fer. Hef ekki heyrt frá Huldu vinkonu, hún býr í Hveragerði, en ég vona að þau séu ok.

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar

3 kommentarer:

Anonym sa...

Hæhæ skvísa já það er gott að það sé gott veður líka hjá ykkur hehe
en vildi bara kvitta kveðja Alda í DK....

Anonym sa...

Njóttu veðurblíðunnar elskan.

kv,
Gulla

Anonym sa...

Flottir pottar og moldin lítur vel út... Hlakka til að sjá myndir næst

Bestu kveðjur í sólina