fredag 16. mai 2008

Upphitun fyrir 17 mai

Í leikskólanum í dag héldum við upp á 17 mai, það kom lúðrasveit og börnin fóru í skrúðgöngu (tog) um hverfið, seldar voru kökur og pylsur og svo var það rúsínan í pylsuendanum: Krakkarnir gáfu út geisladisk:-) Í allan vetur eru þau búin að semja texta og æfa söng og í dag kom loksins geisladiskurinn út. Það er einn karlmaður að vinna í leikskólanum (en fullt af kvenmönnum:-)) hann er líka trúbador, og hann sér um að kenna krökkunum að syngja, við erum með eigið upptökustúdíó og getum þar af leiðandi tekið upp okkar eigið efni. Og síðustu árin hefur það verið svoleiðis á 17 mai hátíðinni okkar að við höfum líka gefið út geisladisk með þekktum norskum barnagælum. En í ár var það þannig að krakkarnir sömdu sjálf textana og hann Johnny samdi lögin við textana, þetta er bara yndislegt að heyra krakka alveg frá 1 árs og upp í sex ára, syngja eins og þau ættu lífið að leysa. Enda var mikið af foreldrum og ömmum og öfum sem voru að hlusta á þau syngja í dag, með tár á hvörmum:-) Svo sungu allir Ja vi elsker (þjóðsöngur Noregs) Þessi dagur hefur bara verið æðislegur.

En á morgun er 17 mai og María er búin að lofa að standa í söluskála á Idrettsplassen og selja vöfflur og kaffi og nammi, því miður, (veit ekki alveg hvað ég var að hugsa þegar ég sagðist geta það) fyrir svanga krakka og foreldra þeirra. En þegar ég er búin að vinna þar, þá ætla ég og strákarnir mínir til Kristiansand og skoða mannlífið þar og svoleiðis. Ásgeir er sko að vinna, hann þarf að vera mættur kl 7 í fyrramálið og sjálfsagt verður hann að vinna eitthvað frameftir.

En koss og knús frá Maju, sem er búin að eiga alveg yndislegan dag í dag:-) Vona að ykkar föstudagur hafi verið eins góður og minn.

2 kommentarer:

Anonym sa...

Hæhæ dúllurnar mínar:)
vá þú ert ekkert smá dugleg að blogga maja mín bara blogg á hverjum deigi :) kveðja Alda frænka í dk:)
takk fyrir kvittin á minni síðu:)
Góða helgi :)

Anonym sa...

Góða skemmtun á morgun í sölubásnum :-)

kv,
Gulla