lørdag 22. mai 2010

Vaknað snemma

Sé að ég þarf að fara að klippa niður gróðurinn í garðinum hjá mér
Úsýnið af pallinum hjá mér

Og morillu tréð mitt í fullum skrúða, hlakka til að borða morillurnar:)
En ég var sem sagt komin á fætur kl 7 í morgun, ekkert smá næs að vera alein með kaffibollan minn á svona fallegum morgni. En ég á nú von á því að hann Aron minn fari að fara á fætur, en hann fékk að vera úti til kl 12 í gærkveldi (hann var sko hjá nágrannanum) ekkert smá gaman, en hann er svo myrkfælinn að hann þorði ekki heim aleinn þannig að ég varð að sækja hann:) Og Ingólfurinn minn var í Filla (sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga) og ég veit ekki hvenær hann kom heim.
Langar að segja ykkur frá því að í leikskólanum erum við búin að vera með fuglaverkefni í allan vetur, kenna krökkunum muninn á farfuglum og staðarfuglum, hvaða hljóð hver fugl gerir, hvað þeir borða og svoleiðis. Og fyrir 3 vikum keyptum við fuglahús með myndavél inní, við vorum eiginlega alveg viss um að við værum of sein að setja það upp, en viti menn það flutti inn blåmeis kærustupar og þau eru komin með 12 egg:) Þannig að við eigum von á því að ungarnir byrji að koma núna um helgina, ekkert smá spennandi að fá að fylgjast svona með og krökkunum finnst þetta algjört æði.
Annars er bara sól og blíða hér í Vennesla, en ekki hvað , þannig að frúin er bara að hugsa um að liggja í sólbaði:) En ég verð líka að gróðursetja einhver blóm og svoleiðis, fæ hann Aron til að hjálpa mér.
Inga systir á afmæli í dag, gellan bara orðin 35 ára, innilega til hamingju með daginn elsku Inga mín:) Svo á hún Halldóra frænka líka afmæli svo hún fær afmæliskveðju líka frá okkur:)
Koss og knús frá Maju pæju og liðinu hennar1 kommentar:

Gulla sa...

Flott útsýni hjá þér :-)

Frábært hjá skólanum að hafa fuglahúsmeð myndavél í - gaman að fylgjast með fuglunum