Jebb frúin komin í helgarfrí, en að vísu verð ég að fara á fund í kvöld en ég lifi það af (vonandi) Aron er að fara í skólaferðalag í dag og verður eina nótt, ferlega spenntur kallinn og ég vona bara að hann skemmti sér vel.
Er orðin svoldið spennt fyrir keppninni á laugardaginn, en ég vona samt að Ísland vinni ekki. Ástæðan fyrir því er að ég var að horfa á fréttirnar og þar var talað við yfirmann Evrópskra ríkisrekinna sjónvarpsstöðva og hann sagði að reglurnar segja að það land sem vinnur verður að halda keppnina næsta ár, alveg sama þó svo að efnahagur landsins sé hruninn, þetta á sko líka við um Grikkland og einhver fleiri lönd. Þannig að ég held að ég láti mér nægja að kjósa Heru bara einu sinni.
Jæja er að hugsa um að klára teppið sem ég er að hekla (já ég gafst upp á að prjóna prinsateppið svokallaða eftir 4 misheppnaðar tilraunir) þannig að ég sendi ykkur bara kossa og knús úr sólinni hér í Vennesla
Ó já ég gleymdi víst að segja ykkur að það eru komnir 12 pínkulitlir ungar í fuglahúsið, ekkert smá gaman að sjá þá
torsdag 27. mai 2010
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
Páll Óskar hefur nú ekki miklar áhyggju ef við þurfum að halda keppnina á næsta ári. Bara að nota Egilshöllina - ekki málið :-)
En góða skemmtun á morgun
Legg inn en kommentar