mandag 12. mai 2008

Aron blómálfur:-)

Aron var hjá Ove, nágrannanum okkar í gær, og kom heim með túlipana:-) Hann fékk sko leifi til að týna þá því Ulla kærastan hans Ove er með ofnæmi fyrir túlipönum. Þannig að ég lít á þetta sem mæðradagsgjöf, en í Norge er mæðradagurinn að mig minnir í mars, en ekki í maí eins og á Íslandi.
Svo kom hann heim með graslauk áðan, Ove og Ulla voru með svo mikið af lauk. Þannig að núna er hann búinn að plata mig til að fara með honum í sentrum á morgun til að kaupa blóm svo hann geti plantað þeim hérna heima. Enda er það bara gott, því við verðum að vera búin að setja niður einhver blóm fyrir 17 maí.

Ég er búin að strauja fjallið mitt, það tók ekki nema 2 tíma:-) Svo tók ég til í fataskápnum hans Arons, það var svo mikið af fötum sem eru orðin of lítil á hann. Verst að það er enginn í fjölskyldunni sem getur erft fötin, svo að ég annað hvort hendi þeim eða fer með þau í bruktbutikken.

Annars er allt gott að frétta, það er að vísu búið að vera kalt hjá okkur í dag, kannski 15 gráður, en það er svo mikill vindur, þannig að ég er ekki búin að vera neitt úti á palli. Svo er helv.... myggen kominn, ég er sko með myggbit á lærinu og þeim á eftir að fjölga í sumar, því miður:-(

Ég ætla að gera kakósúpu í kvöldmatinn, Aron er búinn að vera að byðja um hana í marga daga, vona bara að ég kunni að gera svona súpu, nú ef ekki þá er bara að kíkja í hana Helgu Sig. það er örugglega uppskrift af súpunni í henni:-)

Koss og knús frá okkur hér í Vennesla.

6 kommentarer:

Anonym sa...

Hæhæ dúllurnar mínar gaman að fylgjast með ykkur:)
kveðja Alda frænka í DK

Anonym sa...

Gaman að sjá allar myndirnar af ykkur, það mætti kannski henda inn einni bumbumynd handa Ingu frænku:o)

Er ekki einhver áburður eða vítamín eða eitthvað sem þú getur gert í sambandi við þessa helv... myggu???

Kossar og knús frá okkur öllum.

kv Inga.

vennesla sa...

Ég er búin að prófa allt, vítamín, sprey, rollon, kerti, reykelsi, ofnæmistöflur og Guð veit hvað, en ekkert virkar. Þær býta mig, því miður, en þetta er eitthvað sem ég verð að lifa við:-)

Koss og knús frá Maju

Anonym sa...

Jæja er það þá núna að koma þér um koll að vera MAJA SÆTA??? hehehe..

Anonym sa...

úpps gleymdi.

kv Inga:-)

vennesla sa...

Ég held það líka Inga mín, það er bölvun að vera svona ferlega sæt eins og ég. En auðvitað geri ég eins og annað sætt fólk, bít á jaxlinn og bölva í hljóði:-)

Koss og knús frá sætunni í Vennesla:-)