onsdag 28. mai 2008

Nokkrar myndir

Föngulegur hópur þarna á ferðinni, þetta eru sem sagt tengdaforeldrar mínir með stráka skarann sinn, sex stykki og geri aðrir betur:-) Fremst á myndinn eru Lúlú, Steingrímur og Jón, bak við þau standa svo þeir Friðlaugur, Unnþór, Andrés, Ólafur og hann Ásgeir minn.
Bara smá sýnishorn af matnum sem var á boðstólum, ég fæ eiginlega bara vatn í munninn við að sjá svona kræsingar.
Af og til er það alveg frábært að hafa einn ofvirkan aðila á heimilinu, garðurinn var orðinn svoldið mikið loðinn og Aron hafði ekkert að gera þannig að þessi elska sló blettinn fyrir mömmu sína, frábært:-) Vil samt taka það fram að bletturinn minn er ekki stór (man eftir að hafa séð mynd af honum Villa mínum með Rúnar Atla á bakinu að slá engið í Stillholtinu:-)) minn garður er eiginlega á stærð við frímerki og ég er ekki að ýkja:-) En drengnum finnst þetta skemmtilegt og mér ekki, þannig að ég var ekkert að banna honum að draga út slátturorfið, sem virkaði ekki (þráðurinn í því var búinn), þannig að hann varð að fá lánaða svona eldgamla slátturvél hjá honum Ove til að klára verkið.
Þegar hann var búinn að slá frímerkið okkar, tók hann sig til og fór að planta, hann sáði fullt af blómafræjum, gulrótum og til að toppe heile driten, gróf hann upp tré (með rótum og alles) og plantaði því í blómapott:-)

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar í Vennesla

2 kommentarer:

Anonym sa...

Ekkert smá flott veisluborð fyrir vestan :-)

Það er greinilega nóg að gera hjá Aroni - en gott að hann finnur sér eitthvað til að dunda við.

kv,
Gulla

Anonym sa...

Rosa fín veisla, og til hamingju með drengina.

Já það er nú ekki leiðinlegt að eiga svona duglegan dreng;-) minn drengur er nú bara upptekinn í fótbolta þessa dagana.

Kossar og knús frá Ingu og co.