søndag 25. mai 2008

Útsrkiftarveislur

Vil byrja á því að óska mágum mínum, þeim Friðlaugi og honum Steingrími (ekki þinn Steingrímur Inga mín:-)) til hamingju með áfangann:-) Set inn myndir af þeim þegar Ásgeir kemur heim með hana Stellu mína.

Annars er bara búið að vera rólegt hjá okkur, að sjálfsögðu var fylgst með Júróinu í gær og Ísland fékk alveg slatta af atkvæðum frá okkur, en ekki dugði það til sigurs. En við tökum þetta á næsta ári, nú eða árið þar á eftir eða..... Okkar dagur mun koma.

Ég er búin að sjá að það er ekki hægt að treysta veðurfræðingum fyrir fimm aura. Ég var búin að hlakka svo mikið til að geta loksins baðað hann Aron, en nei það er búin að vera rigning og kalt í dag, þannig að hann fór bara í sturtu:-)

Guð hvað ég er andlaus eitthvað, nenni ekki einu sinni að segja ykkur lygasögu, þannig að þangað til næst segi ég bara koss og knús til ykkar frá okkur:-)

1 kommentar:

Anonym sa...

Ég bíð bara róleg eftir góðri og kraftmikilli lygasögu :-)

kv,
Gulla