tirsdag 8. januar 2008

Geggjuð þoka

Það er engin smá þoka úti, ég sé ekki húsin í kringum mig, hvað þá meira.

Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, Ásgeir er að vinna, Ingólfur er hjá Stian og Aron er að leika sér með bílana sína og horfa á sjónvarpið.

Ég er búin að taka niður allt jólaskrautið, fyrir utan jólatréð, ég bara nenni því ekki, enda alveg ótrúlega mikið að skrauti á því. En ég er sko ekki búin að ganga frá skrautinu, það er bara allt á eldhúsborðinu, læt það vera þar í einhverja daga, djók, ég er alveg að fara og ná í kassana til að geta gengið frá því. Annars var Ingólfur að segja áðan að það er svo stutt í næstu jól að það tekur því eiginlega ekki að vera að ganga frá dótinu:-) Ætti kannski bara að gera það!

Ásgeir var í alsherjar lækniskoðun í gær og hann er fílhraustur:-) Það þurfa allir í vinnunni hans að fara í svona skoðun á hverju ári.

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar.

Ingen kommentarer: