tirsdag 29. januar 2008

Frétt á vísi

Ég var að lesa vísir.is áðan og þar var frétt um að á Íslandi hefðu 27 konur, á árunum 2002-2006, fengið þá greiningu á meðgöngu að barnið þeirra væri með Downs. 25 af þessum 27 ákváðu að láta eyða fóstrinu. Þetta eru rosalegar tölur, en ég vil hins vegar segja að ég skil þessar konur mjög vel. Ég veit ekki hvort að ég hef sagt það, en á Vuggestua er ein lítil stelpa sem er með Downs, það kom ekki í ljós fyrr en eftir að hún fæddist, sem er mjög skrýtið því í tillegg er hún fædd með alvarlegan hjartagalla og hefur farið í tvær aðgerðir, en læknarnir sáu ekki gallann á sónarmyndunum. En þessi litla stelpa er bara yndisleg, alltaf brosandi, er farin að skríða, standa upp og kann að segja pappa og mamma. Við starfsfólkið á Vuggestua erum svo að fara bráðum á fimm kvölda námkeið til að læra táknmál, sem við eigum svo að tala við hana á. Ég hlakka ekkert smá mikið til, því þetta er sko spennandi, en þetta er ekki venjulegt táknmál, á norsku heitir þetta námskeið Tegn til tale og er miklu auðveldara en venjulegt táknmál.

Annars er ekkert að frétta, Aron er hjá Zilas, Ingólfur hjá Stian (en ekki hvar) og Ásgeir var að enda við að elda soðnar kjötbollur með káli.

En við fórum í bíó í gær, ekki bara á eina mynd, heldur tvær:-) Við skelltum okkur sem sagt öll 4 á báðar myndirnar, og skemmtum okkur konunglega. Fyrri myndin byrjaði kl 16.30 og sú seinni var búin kl 20.45, þannig að við vorum ekki komin heim fyrr en hálf tíu og þá átti eftir að fá sér að borða, en ég held að það sé langt þangað til að ég nenni aftur að fara á svona bíó maraþon. Svo ætlar Alexandra að fara með mér á Kautokeino myndina, eiginlega hafði ég hugsað mér að fara á morgun, en ég er að vinna til hálf 4 og Ásgeir fer að vinna kl 4, það er ekki hægt að láta strákana vera eina heima og ekki get ég farið á fimmtudaginn, þá er ég að fara á fund sem stendur eitthvað fram á kvöld. Þannig að ég sé til með föstudaginn, ef að ég fæ góðar fréttir hjá lækninum:-) Jebb fer til hans (eða þeirra þeir verða víst 3 sem ætla að skoða mig) á föstudaginn.

Koss og knús frá Maju og bíó genginu hennar:-)

Ingen kommentarer: