mandag 21. januar 2008

Engar fréttir eru góðar fréttir

Héðan er ekkert að frétta, nema að mér tókst að fá yfirmann minn til að fara að gráta í dag:-) Geri aðrir betur. En hins vegar fór ég að gráta út af smsi sem hún sendi mér á föstudaginn og auðvitað þurfti ég að borga henni til baka. Málið er sem sagt það að á fimmtudaginn var haldinn fundur með þeim sem eru í foreldraráði leikskólans og okkur sem eru að vinna í honum, um það hvort hún Sigrid (leikskólastjórinn) eigi að fá að kaupa leikskólann og reka hann ein. Á mínum vinnustað eru skiptar skoðanir um þetta hitamál. Ég hef alltaf verið ferlega jákvæð og finnst að hún ætti að kaupa hann, en það eru því miður margir samstarfsmenn mínir sem eru á móti þessu. En ég stóð upp og sagði viðstöddum hvað mér finnst um þetta mál og hún heyrði af því og sendi mér sms þar sem hún sagðist vera svo ótrúlega glöð yfir því að ég væri að vinna hjá henni :-) og auðvitað fór ég að gráta. Það sem henni fannst svo frábært var að ég sem er bara vikar, stóð upp og stóð með henni í þessu máli, en þær sem eru búnar að vera í fastri vinnu í leikskólanum í mörg ár sögðu ekkert, eða voru á móti þessu. Þannig að í dag þegar ég var að tala við hana um þetta, fór hún bara að hágráta yfir því að ég hefði sagt eitthvað gott um hana sem leikskólastjóra. Ætli ég fái ekki bara vinnu næsta haust út á þetta:-)

Svo er ég líka búin að fá leikskólan leigðan þegar Ingólfurinn minn fermist, nú á ég bara eftir að tala við hann Friðlaug og spyrja hvort hann geti hjálpað mér með að gera boðskort fyrir stóra daginn.

Koss og knús frá Maju, sem getur látið alla fara að gráta, eða kannski er það ég sem grenja mest af öllum:-)

3 kommentarer:

Anonym sa...

Já vonandi verður þú ráðin í haust. Það er voða gaman að sjá myndir og ég get nú sagt þér það að þú ert ALLTAF eins, ung og sæt, en börnin þín ég mundi ekki þekkja þau úti á götu. Nóg um það, koss og knús frá Akureyri;-)

Kv. Inga.

Anonym sa...

En hvað þú ert yndisleg... þú ert pottþétt með vinnu þarna næsta haust ;)

Anonym sa...

Er þetta ekki nokkuð gróf leið til að verða sér út um áframhaldandi vinnu, þ.e. að græta yfirmanninn!!! Ég ætti kannski að athuga þetta, reyna að finna einhvern sem ég get grætt og athugað hvort ég fái ekki vinnu út á það :-)

kveðja
Gulla