torsdag 3. januar 2008

Nýtt ár, nýjir möguleikar:-)

Gleðilegt ár þið öll:-) Vona að áramótin hafi verið jafn góð hjá ykkur og þau voru hjá okkur, hér var borðað, mikið, svo spiluðum við nýja Ísafjarðarspilið okkar sem við fengum frá jólasveininum. Við horfðum á skaupið í tölvunni, borðuðum brauðtertur og skutum svo upp flugeldum. Ferlega skemmtilegt.

Svo er kominn snjór, mikið af honum, og það á sko eftir að koma meira, veðurspáin segir að á morgun og laugardaginn á að snjóa allt að einum meter. Gaman fyrir börnin en ekki okkur þessi fullorðnu. Svo hef ég einhvern grun um að á sunnudaginn eigi að fara að hlýna, skemmtilegt:-)

Koss og knús frá Maju og co

1 kommentar:

Anonym sa...

Gleðilegt ár kæra fjölskylda :-)

kv, Gulla